Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 06. júlí 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Nökkvi ristarbrotinn - Frá næstu vikurnar
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nökkvi Þeyr Þórisson, framherji KA, verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa ristarbrotnað á dögunum.

Nökkvi hafði byrjaði tímabilið af krafti en hann skoraði gegn ÍA í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar og tvö mörk gegn Leikni R. í Mjólkurbikarnum.

„Hann ristarbrotnar og það var mikið áfall fyrir okkur. Við vitum ekki alveg hvernig framhaldið verður en þetta eru 3-7 vikur," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, eftir 2-2 jafnteflið gegn Breiðabliki í gær.

Talsvert hefur verið um meiðsli hjá KA í byrjun móts og á dögunum meiddist Hallgrímur Jónasson illa á hné og hann kemur ekki meira við sögu í sumar.

„Þetta hefur verið viðloðandi í kringum okkur. Hitt er annað mál að við erum alveg með spræka stráka sem fá bara tækifæri á móti og við bara verðum að vinna í lausnum," sagði Óli Stefán.

Sjá einnig:
Nökkvi Þeyr: Pabbi fær oft að heyra að synir hans séu í KA (Júní 2020)
Óli Stefán: Ég get alveg eins kvartað yfir blautu plasti
Athugasemdir
banner
banner
banner