Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
sunnudagur 14. september
Besta-deild kvenna
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
föstudagur 5. september
Undankeppni HM
laugardagur 30. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Lengjudeild karla
miðvikudagur 27. ágúst
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 25. ágúst
föstudagur 22. ágúst
Besta-deild kvenna
Mjólkurbikar úrslit
mánudagur 18. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
fimmtudagur 14. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
mánudagur 11. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 13. september
Championship
Stoke City 1 - 0 Birmingham
Coventry 1 - 1 Norwich
Watford 0 - 1 Blackburn
Wrexham 1 - 3 QPR
Oxford United 2 - 2 Leicester
West Brom 0 - 1 Derby County
Charlton Athletic 1 - 1 Millwall
Sheff Wed 0 - 3 Bristol City
Swansea 2 - 2 Hull City
Preston NE 2 - 2 Middlesbrough
FA Cup
Pickering Town 0 - 2 Runcorn Linnets
Fylde 4 - 1 Bamber Bridge
Telford United 3 - 1 Kidderminster
Totton 2 - 0 Torquay
Alvechurch 3 - 0 Leamington
Ashford United 0 - 3 Chatham
Ashton United 2 - 0 Scarborough Athletic
Bedford Town 1 - 1 Dagenham
Billericay 3 - 0 Berkhamsted
Bootle 1 - 3 Darlington
Bracknell 2 - 0 Tadley
Brixham 1 - 3 Dorchester
Burgess Hill Town 1 - 3 Farnham
Bury Town 1 - 1 Woodford Town
Buxton 3 - 0 Redditch United
Chasetown 0 - 0 Banbury United
Chelmsford 6 - 0 Hertford
Chertsey 2 - 3 Cray Valley
Chesham United 1 - 4 Kings Lynn Town
Coleshill Town 0 - 7 Hednesford Town
Congleton 0 - 1 Chorley
Curzon Ashton 4 - 1 Hebburn Town
Deal 2 - 1 Egham Town
Dorking Wanderers 7 - 2 Wingate and Finchley
Dunston UTS 1 - 0 Stocksbridge
Eastbourne Borough 4 - 0 Epsom
Ebbsfleet Utd 5 - 0 Ashford Town
Enfield FC 0 - 3 Enfield Town
Fareham 0 - 3 Sholing
Farnborough 4 - 1 Dover
FC United of Manchester 0 - 1 Chadderton
Gainsborough 2 - 1 Rushall Olympic
Gloucester City 1 - 2 Chippenham
Gosport Borough 0 - 3 Poole Town
Grimsby Borough 1 - 1 Halesowen Town
Hampton and Richmond 4 - 2 Croydon Athletic
Hanwell Town 0 - 1 Bedfont Sports
Harborough 3 - 2 Worksop Town
Hemel 4 - 1 Bishops Stortford
Hitchin Town 1 - 2 St Albans
Hungerford Town 3 - 0 Swindon Supermarine
Hyde 2 - 0 Whitby Town
Jersey Bulls 2 - 2 Worthing
Leiston 4 - 1 Hackney Wick
Macclesfield Town 3 - 0 Atherton R.
Maidenhead Utd 0 - 1 Faversham Town
Maldon and Tiptree 2 - 0 Stanway
Matlock Town 3 - 0 Carlton Town
Merthyr T 4 - 0 Torpoint
Morpeth Town 2 - 1 Witton Albion
Mulbarton Wanderers 0 - 0 Witham Town
Nantwich 3 - 1 Trafford
Needham Market 4 - 2 Eynesbury
Newcastle Blue Star 0 - 2 Marine
Peterborough Sports 2 - 1 Hornchurch
Quorn 2 - 1 Kettering
Racing Club Warwick 3 - 3 Evesham United
Radcliffe Boro 1 - 1 Southport
Royston Town 1 - 0 Brentwood Town
Salisbury 4 - 1 Laverstock and Ford
Shaftesbury Town 1 - 1 Frome Town
Shepshed 0 - 2 Stamford
South Shields 2 - 1 Guiseley
Spalding United 3 - 0 Alfreton Town
Sporting Khalsa - Hereford - 14:00
Stalybridge 1 - 2 Chester
Steyning Town 2 - 2 Tonbridge Angels
Sudbury 1 - 2 Aveley FC
Sutton Coldfield Town 3 - 1 Stourbridge
Taunton Town 1 - 1 Weston-super-Mare
Tower Hamlets 0 - 2 Flackwell
Waltham Abbey 2 - 0 Gorleston
Welling Town 1 - 1 Slough Town
West Auckland Town 0 - 1 Spennymoor Town
Westbury United 3 - 2 Oxford City
Westfields 2 - 2 Horsham
Whitehawk 0 - 2 Walton-Hersham
Whitstable Town 1 - 1 Chichester
Wimborne Town 2 - 1 Bath
Úrvalsdeildin
Fulham 1 - 0 Leeds
Everton 0 - 0 Aston Villa
Crystal Palace 0 - 0 Sunderland
Brentford - Chelsea - 19:00
West Ham 0 - 2 Tottenham
Bournemouth 2 - 1 Brighton
Newcastle 1 - 0 Wolves
Arsenal 3 - 0 Nott. Forest
Bundesligan
Freiburg 3 - 1 Stuttgart
Union Berlin 2 - 4 Hoffenheim
Mainz 0 - 1 RB Leipzig
Wolfsburg 3 - 3 Köln
Heidenheim 0 - 2 Dortmund
Bayern 4 - 0 Hamburger
Frauen
Nurnberg W 1 - 4 Werder W
Essen W 0 - 0 Hamburger W
Vináttuleikur
Ekkert mark hefur verið skorað
Ekkert mark hefur verið skorað
Serie A
Cagliari 2 - 0 Parma
Juventus 3 - 3 Inter
Fiorentina - Napoli - 18:45
Eliteserien
SK Brann 3 - 2 Valerenga
Molde 1 - 2 Fredrikstad
Toppserien - Women
Kolbotn W 1 - 2 Roa W
Stabek W 2 - 1 Bodo-Glimt W
Úrvalsdeildin
Akhmat Groznyi 1 - 1 Lokomotiv
Dinamo 2 - 2 Spartak
FK Krasnodar 1 - 1 Akron
Nizhnyi Novgorod 3 - 1 Orenburg
La Liga
Athletic 0 - 1 Alaves
Getafe 2 - 0 Oviedo
Real Sociedad 1 - 2 Real Madrid
Atletico Madrid - Villarreal - 19:00
Damallsvenskan - Women
Alingsas W 0 - 1 Vittsjo W
Hammarby W 3 - 0 Linkoping W
Kristianstads W 2 - 1 Vaxjo W
Elitettan - Women
Gamla Upsala W 1 - 1 Jitex W
Mallbacken W 0 - 1 Team TG W
Orebro SK W 0 - 1 Elfsborg W
Trelleborg W 0 - 0 KIF Orebro W
Umea W 2 - 2 Hacken-2 W
Uppsala W 6 - 0 Bollstanas W
Trelleborg W - Orebro SK W - 13:00
banner
fös 12.jún 2020 13:24 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Nökkvi Þeyr: Pabbi fær oft að heyra að synir hans séu í KA

Nökkvi Þeyr Þórisson gekk í raðir KA frá Dalvík/Reyni fyrir tímabilið 2019. Hann verður 21 árs síðar á árinu en hann vakti mikla athygli sumarið 2018 þegar hann blómstraði í 3. deildinni og var lykillinn að því að Dalvík/Reynir sigraði deildina og komst upp um deild.

Nökkvi fór ásamt tvíburabróður sínum, Þorra Mar, til Hannover snemma árs 2016. Þeir komu svo á sama tíma heim, vorið 2019. Fyrsta spurningin sem Nökkvi fékk var út í Hannover.

Ég var scoutaður af FCK á Laugarvatni og umboðsmaður hafði samnband við pabba um að félagið hafði áhuga á að fá mig og Þorra á reynslu í viku.
Ég var scoutaður af FCK á Laugarvatni og umboðsmaður hafði samnband við pabba um að félagið hafði áhuga á að fá mig og Þorra á reynslu í viku.
Mynd/Dalvík
Ég var búinn að hugsa mér að taka þetta sumar sem bara frí frá fótbolta því eg var orðinn mjög þreyttur líkamlega og gleðin var eiginlega alveg farin.
Ég var búinn að hugsa mér að taka þetta sumar sem bara frí frá fótbolta því eg var orðinn mjög þreyttur líkamlega og gleðin var eiginlega alveg farin.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þegar kom að þessari ákvörðun var ég bara að hugsa um sjálfan mig og hvað væri besta skrefið fyrir mig og mér fannst það vera KA
Þegar kom að þessari ákvörðun var ég bara að hugsa um sjálfan mig og hvað væri besta skrefið fyrir mig og mér fannst það vera KA
Mynd/KA.is
Það var engin pressa frá hvorki pabba eða bræðrum hans þótt þeir djóki nú oft með þetta og pabbi fær oft að heyra það að synir hans séu í KA.
Það var engin pressa frá hvorki pabba eða bræðrum hans þótt þeir djóki nú oft með þetta og pabbi fær oft að heyra það að synir hans séu í KA.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mér fannst ég hafa átt meira skilið í fyrra fleiri mínútur en það er auðvitað af því ég vill spila alla leiki.
Mér fannst ég hafa átt meira skilið í fyrra fleiri mínútur en það er auðvitað af því ég vill spila alla leiki.
Mynd/Skapti Hallgrímsson
Markmið mín fyrir þessa leiktíð eru klárlega að hjálpa KA að ná Evrópusætinu og leggja mitt að mörkum þar
Markmið mín fyrir þessa leiktíð eru klárlega að hjálpa KA að ná Evrópusætinu og leggja mitt að mörkum þar
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
jög snöggur, tæknilega góður, líkamlega sterkur, góður einn á einn og get skorað mörk.
jög snöggur, tæknilega góður, líkamlega sterkur, góður einn á einn og get skorað mörk.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
 Þetta var geðveikt tímabil ... ætlaði að hjálpa Dalvík í leiðinni að komast upp og vinna titilinn sem við gerðum.
Þetta var geðveikt tímabil ... ætlaði að hjálpa Dalvík í leiðinni að komast upp og vinna titilinn sem við gerðum.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mér fannst ég hafa átt skilið í fyrra að spila fleiri mínútur en það er auðvitað af því ég vil spila alla leiki"
Krefjandi tími og nýtt tungumál
Við fórum á reynslu um haustið 2015 til Hannover, það var í gegnum frænda okkar sem býr þarna úti og við stóðum okkur það vel að félagið vildi semja við okkur og í janúar 2016 vorum við fluttir út," sagði Nökkvi við Fótbolta.net.

Hvernig voru þessi rúmu tvö ár hjá þýska félaginu?

„Þetta var krefjandi tími, því það er svo gríðarlega mikil samkeppni þarna úti og maður þurfti að berjast í hverjum einasta leik fyrir sætinu sínu í byrjunarliði og líka út af tungumálinu, það er ekki töluð mikil enska þarna þannig við þurftum að læra tungumálið."

„Mér gekk rosalega vel og kom mér eiginlega strax í byrjunarliðið þegar við fengum leikheimild um haustið 2016 og spilaði eiginlega alla leiki eftir það. Þá vorum við á yngra ári í U19. Tímabilið eftir það var ég svo orðinn lykilmaður í liðinu og byrjaði flest alla leiki."

„Ég stóð mig mjög vel í byrjun tímabils og þeir voru mjög ánægðir með mig en svo seinni hluta tímabils dróg úr frammistöðunni minni og ég stóð mig ekki jafn vel og sýndi ekki nógu mikið fannst þeim til að fá nýjan samning. Ég bað þá um að fara en mátti það ekki þar sem ég var ennþá lykilmaður hjá þeim og því hélt félagið mér til lok maí, þá leitaði ég til Íslands."


Það útskýrir af hverju Nökkvi missti af byrjun tímabilsins 2018 hér á Íslandi en voru fleiri félög en uppeldisfélagið sem komu til greina?

„Ég hafði hugsað mér að taka sumarfrí frá fótboltanum því ég var orðinn mjög þreyttur líkamlega og gleðin var eiginlega alveg farin"
„Það var lítill áhugi hjá liðum hér heima fyrir utan Dalvík. Ég hafði hugsað mér að taka sumarfrí frá fótboltanum því ég var orðinn mjög þreyttur líkamlega og gleðin var eiginlega alveg farin. En ég ákvað bara að taka sumarfríið mitt og spila með uppeldisfélaginu mínu Dalvík, hafa gaman af því að spila fótbolta og finna gleðina aftur. Það gerði ég þetta sumar með Dalvík. Það komu alveg einhver önnur lið til greina úti í Þýskalandi en ekkert sem ég hafði einhvern almennilegan áhuga á."

Hæfileikarnir sáust á Laugarvatni
Færum okkur aftur til fortíðar því árið 2013 æfðu tvíburarnir með FC Kaupmannahöfn í Danmörku. Hverng kom það til?

„Ég var scoutaður af FCK á Laugarvatni og umboðsmaður hafði samband við pabba um að félagið hefði áhuga á að fá mig og Þorra á reynslu í viku. Það var bara reynsla og síðan ekkert meira."

Gaman að skora gegn Gomes og Chong
Í janúar árið 2018 má finna frétt með fyrirsögninni 'Nökkvi skoraði gegn Manchester United'. Nökkvi segir í Hinni hliðinni að hans lið í enska boltanum sé einmitt Manchester United. Hvernig var að skora gegn liðinu og fékk Nökkvi einhverja athygli vegna marksins?

„Það var mjög gaman að setja hann þarna á móti Angel Gomes og Tahith Chong. En ég fékk enga sérstaka athygli eftir þetta mark, ekki svo ég viti."

Ætlaði að hjálpa sínu liði að vinna titilinn
Við erum aftur komin heim á Klakann og norður á Dalvík. Tímabilið 2018 með Dalvík/Reyni, hvernig lítur Nökkvi til baka á það tímabil?

„Þetta var geðveikt tímabil. Ég kom heim og ákvað að hafa gaman og spila með vinum mínum og nota þetta sumarfrí bara í það og ætlaði að hjálpa Dalvík í leiðinni að komast upp og vinna titilinn sem við gerðum."

Fór í viðræður við Vålerenga
Nökkvi æfði hjá norska félaginu Vålerenga og FH eftir tímabilið. Þá er einnig sagt frá því að Valur hefði haft áhuga. Var hann nálægt því að semja við eitt af þessum liðum?

„Mér gekk mjög vel úti hjá Vålerenga, það vel að þeir vildu fá mig aftur til að skoða mig nánar. Það áttu sér einhverjar viðræður stað þar eftir reynsluna en það endaði með því að ég fór ekki en virkilega góð og skemmtileg reynsla. Ég og Þorri fórum um haustið 2018 til FH á reynslu í viku sem var mjög gaman og það er ótrúleg aðstaðan og umgjörðin þar. En þeir ákváðu að taka ekki sénsinn á okkur. Valur sagðist svo vera fylgjast með okkur en það fór nú ekki lengra en það."

Oft skotið á pabba Nökkva
Nökkvi skrifar undir hjá KA í febrúar 2019. Foreldrar hans hafa báðir tengingu við hitt liðið á Akureyri, Þór, og Nökkvi hafði æft með Þórsurum í yngri flokkunum. Var einhver pressa að velja ekki KA?

„Ég er Dalvíkingur fyrst og fremst en þegar kom að þessari ákvörðun var ég bara að hugsa um sjálfan mig og hvað væri besta skrefið fyrir mig og mér fannst það vera KA. Það var engin pressa frá hvorki pabba eða bræðrum hans þótt þeir djóki nú oft með þetta og pabbi fær oft að heyra það að synir hans séu í KA."

Átti skilið fleiri mínútur
Hvernig lítur Nökkvi til baka á síðasta tímabil? Sér hann eitthvað í sínum leik sem hann þyrfti að bæta?

„Þetta var bara ágætis tímabil og ég var sáttur með mína frammistöðu í þeim leikjum sem ég kom inn á í."

„Mér fannst ég hafa átt skilið í fyrra að spila fleiri mínútur en það er auðvitað af því ég vil spila alla leiki. Það er margt sem ég get bætt sem leikmaður og Óli [Stefán Flóventsson] þjálfari er að hjálpa mér að vinna í þeim punktum. Ef ég ætti að nefna eitthvað eitt þá væri það að ég þarf að bæta mig í loftinu finnst mér."


Vill komast í efstu deild á Norðurlöndunum
Hver eru markmið Nökkva fyrir leiktíðina sem er að hefjst?

„Markmið mín fyrir þessa leiktíð eru klárlega að hjálpa KA að ná Evrópusætinu og leggja mitt að mörkum þar. Ég vil spila sem flesta leiki og skora fleiri mörk."

Hvað segir Nökkvi ef hann er beðinn um að horfa tvö til þrjú ár fram í tímann. Er hann með markmið um að leika erlendis?

Já ég er með það markmið að komast á Norðurlöndin í einhverja af efstu deildunum þar í Danmörku, Svíþjóð eða Noregi. En fyrst og fremst er öll mín einbeiting núna á þetta tímabil með KA og að gefa allt sem ég á í það verkefni, hitt kemur svo."

Að lokum: Hvernig lýsir Nökkvi sér sem leikmanni?

„Mjög snöggur, tæknilega góður, líkamlega sterkur, góður einn á einn og get skorað mörk," sagði Nökkvi.

Sjá einnig:
Í fótspor föður og frænda
Hin hliðin - Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Athugasemdir