Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   þri 06. júlí 2021 21:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Morata markahæstur frá upphafi
Mynd: EPA
Alvaro Morata hefur misnotað nokkur frábær færi á EM hingað til en hann byrjaði á bekknum í leik Ítalíu og Spánar í undanúrslitaleik EM. Það er vítaspyrnukeppni framundan en staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

Hann kom hinsvegar inná í stöðunni 1-0 fyrir Ítalíu og jafnaði metin fyrir Spánverja.

Þetta mark hans var ansi stórt, þetta var hans sjötta mark á ferlinum á Evrópumótinu. Hann er því orðinn markahæsti Spánverjinn á EM frá upphafi.

Fernando Torres skoraði fimm mörk og David Villa skoraði fjögur.


Athugasemdir
banner