Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 06. ágúst 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Tuchel: Mbappe í kappi við tímann
Kylian Mbappe meiddist illa gegn St. Etienne
Kylian Mbappe meiddist illa gegn St. Etienne
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, þjálfari Paris Saint-Germain í Frakklandi, er ekki viss hvort Kylian Mbappe nái leiknum gegn Atalanta í Meistaradeildinni en hann er að glíma við meiðsli í ökkla.

Mbappe er einn besti framherji heims um þessar mundir og gegnir mikilvægu hlutverki í framlínu PSG en hann meiddist illa á ökkla í úrslitum franska bikarsins.

PSG mætir Atalanta í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 12. ágúst en Tuchel segir að Mbappe sé í kappi við tímann.

„Ég hef ekki hugmynd um það. Ég sé Kylian á hverjum degi og hann er á æfingasvæðinu. Hann leggur hart að sér í endurhæfingunni allan sólarhringinn," sagði Tuchel.

„Hann er í kappi við tímann. Við töluðum við læknateymið í dag og ákváðum að hittast aftur á laugardag og skoða stöðuna og ef það er möguleiki fyrir hann að byrja á bekknum gegn Atalanta en ég er ekki að búast við því samt," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner