Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   þri 06. ágúst 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
Stjórn enska sambandsins gefur grænt ljós á erlendan landsliðsþjálfara
Mynd: Getty Images
Enska fótboltasambandið hefur gefið grænt ljós á að erlendur þjálfari verði ráðinn í starf landsliðsþjálfara Englands.

Guardian segir að framkvæmdastjórinn Mark Bullingham hafi rætt við stjórnarmenn til að fá leyfi til að ræða við erlenda einstaklinga um sarfið.

Hin hollenska Sarina Wiegman var ráðin þjálfari enska kvennalandsliðsins og lukkaðist sú ráðning afskaplega vel.

Mauricio Pochettino og Thomas Tuchel eru líklegustu erlendu þjálfararnir til að fá starfið en launakröfur þeirra gætu reynst hindrun fyrir enska sambandið, sem borgaði Gareth Southgate um fimm milljónir punda á ári.

Meðal enskra þjálfara sem eru sagðir á lista eru Eddie Howe og Graham Potter.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner