Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. september 2022 17:16
Elvar Geir Magnússon
Oliver og þrír Valsarar í bann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aganefnd KSÍ kom saman í dag, eins og venja er á þriðjudögum.

Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, er kominn í bann þar sem hann hefur safnað sjö gulum spjöldum. Hann tekur út bann í leik gegn KA á Akureyri á sunnudaginn.

Þrír leikmenn Vals verða í banni vegna uppsafnaðra áminninga þegar liðið heimsækir Leikni í Breiðholtið á sunnudaginn. Aron Jóhannsson og Haukur Páll Sigurðsson hafa safnað sjö gulum spjöldum og Sebastian Hedlund fjórum.

Þá verða þeir Bryan Van Den Bogaert og Daníel Hafsteinsson, leikmenn KA, í banni í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins á næsta ári en báðir fengu þeir rautt í tapinu gegn FH í undanúrslitum. Daníel fékk brottvísun eftir að leik lauk.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner