William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
   fös 06. september 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Gylfi hrósar vallarstarfsmönnum Laugardalsvallar - „Hafa unnið frábært starf“
Icelandair
Gylfi á æfingu á Laugardalsvelli í vikunni.
Gylfi á æfingu á Laugardalsvelli í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í vikunni var tilkynnt að setja eigi nýtt undirlag á Laugardalsvöll en vinna á að hefjast síðar á árinu. Setja á hybrid gras, blöndu af grasi og gervigrasi, og það á að stuðla að því að völlurinn verði nothæfur nánast allt árið um kring.

Sem stendur er enginn undirhiti á Laugardalsvelli og mikil vinna og kostnaður farið í að halda vellinum leikhæfum. Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður segir það fagnaðarefni að það eigi loks að setja pening í völlinn.

„Þegar það er kominn hiti undir grasið er það þvílík breyting. Það gerir starfið fyrir vallarstarfsmennina töluvert auðveldara, við þurfum kannski að spila umspilsleiki í október eða nóvember," segir Gylfi og hrósar vallarstarfsmönnum Laugardalsvallar.

„Miðað við veðrið hérna heima og veturinn þá hafa þeir unnið frábært starf síðustu ár. Það er frábært að það sé að koma einhver peningur inn í þetta og verið að fara að breyta og bæta."

Ísland leikur gegn Svartfjallalandi á Laugardagsvelli í kvöld en það er fyrsti leikur okkar manna í Þjóðadeildinni þetta tímabilið.
Gylfi: Draumurinn að enda á stórmóti með Íslandi
Athugasemdir
banner
banner
banner