Íslenska karlalandsliðið mætti Svartfjallalandi í kvöld þegar Þjóðardeildin hóf göngu sína í kvöld.
Ísland var fyrir leikinn í kvöld eina landið sem enn átti eftir að hrósa sigri í keppninni en þar varð breyting á í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 0 Svartfjallaland
„Ógeðslega gaman. Frábær þrjú stig og góð liðsframmistaða hjá okkur öllum sem að skila þessum þremur stigum í dag." Stefán Teitur Þórðarson eftir leikinn í kvöld.
Stefán Teitur fékk kallið í byrjunarliðið í kvöld og skilaði heldur betur góðri frammistöðu.
„Það er bara frábært. Ég var búinn að sjá það á æfingunum í vikunni og var mjög tilbúinn og finnst ég vera tilbúinn og mér fannst ég sýna það í dag með það sem ég kem með inn í liðið og er mjög ánægður með mína frammistöðu líka."
Stefán Teitur spilaði aftastur á miðju og var að fíla sig í því hlutverki.
„Já 100%. Núna eftir að ég skipti til Preston þá hef ég verið að spila tvöfalda sexu þar þannig það er svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér. Það er gott að hafa tvo reynslumikla fyrir framan sig [Jóhann Berg og Gylfa Þór].
Nánar er rætt við Stefán Teit Þórðarson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Wales | 6 | 3 | 3 | 0 | 9 - 4 | +5 | 12 |
2. Tyrkland | 6 | 3 | 2 | 1 | 9 - 6 | +3 | 11 |
3. Ísland | 6 | 2 | 1 | 3 | 10 - 13 | -3 | 7 |
4. Svartfjallaland | 6 | 1 | 0 | 5 | 4 - 9 | -5 | 3 |