Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 06. október 2019 14:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Hjörvar tekur við Þór/KA (Staðfest)
Andri tekur við Þór/KA af Donna.
Andri tekur við Þór/KA af Donna.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Andri Hjörvar Albertsson hefur verið ráðinn sem nýr aðalþjálfari Þórs/KA í Pepsi Max-deild kvenna.

„Stjórn Þórs/KA hefur ráðið Andra Hjörvar Albertsson sem aðalþjálfara mfl. Þórs/KA til næstu þriggja ára. Andri Hjörvar tekur við starfinu af Halldóri Jóni Sigurðssyni, sem verið hefur þjálfari liðsins undanfarin þrjú ár," segir í tilkynningu frá Akureyrarfélaginu.

Andri hefur verið aðstoðarþjálfari Donna undanfarin þrjú ár, en núna verður hann aðalþjálfari liðsins. Auk þess að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna, þá hefur Andri verið yfirþjálfari yngri flokka hjá Þór og starfað við þjálfun hjá félaginu.

„Ég er spenntur fyrir verkefninu. Framundan eru spennandi tímar í kvennaboltanum á Akureyri og ég er þakklátur stjórn Þórs/KA fyrir tækifæri til að takast á við þetta verkefni og stýra því ásamt því góða fólki sem er til staðar innan klúbbsins," segir Andri Hjörvar.

Nói Björnsson, formaður stjórnar Þórs/KA, segir ánægjulegt að geta ráðið mann innan starfsins hjá Þór/KA sem þekkir vel til liðsins og hafi sýnt og sannað á undanförnum árum að hann eigi þetta tækifæri skilið og sé spennandi kostur fyrir liðið.

Þór/KA hafnaði í fjórða sæti Pepsi Max-deildar kvenna á tímabilinu sem var að klárast.
Athugasemdir
banner
banner
banner