Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 06. október 2020 10:27
Magnús Már Einarsson
Kjartan Henry aftur til Horsens (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason hefur gengið til liðs við Horsens á nýjan leik en hann hefur gert eins árs samning við félagið.

Hinn 34 ára gamli Kjartan Henry losnaði undan samningi hjá Vejle í gær eftir að hafa verið úti í kuldanum þar undanfarið.

Kjartan Henry skoraði 54 mörk í 130 leikjum með Horsens áður en hann fór til Ferencvaros í Ungverjalandi árið 2018.

„Ég er ánægður með að fara aftur til fyrsta félagsins í Danmörku til að loka hringnum," sagði Kjartan Henry.

Kjartan skoraði 17 mörk í 30 leikjum í dönsku B-deildinni í fyrra og hjálpaði Vejle að komast upp í efstu deild.

Horsens er með eitt sig á botni dönsku úrvalsdeildarinnar eftir fjórar umferðir. Ágúst Eðvald Hlynsson kom einnig til félagsins frá Víkingi R. í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner