Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. október 2020 16:00
Magnús Már Einarsson
Smalling: Man Utd verður alltaf í mínu DNA
Smalling fagnar marki með Manchester United.
Smalling fagnar marki með Manchester United.
Mynd: Getty Images
„Þetta byrjaði allt í júlí 2010 og núna 10 árum, 323 leikjum, 2 Englandsmeistaratitlum og sex bikurum síðar er þessu lokið," sagði Chris Smalling, varnarmaður Manchester United, í kveðjuskilaboðum til stuðningsmanna á Twitter í gær.

Roma keypti Smalling í gær en hann var í láni hjá félaginu á síðasta tímabili.

„United er sérstakur staður og við höfum afrekað sérstaka hluti saman, eitthvað sem ég er ótrúlega stoltur af. Þarna er hefð þar sem menn vilja ekki einungis vinna heldur menn verða að vinna."

„Ég fer héðan sem betri leikmaður og betri persóna og United verður alltaf í mínu DNA. Ég þarf að þakka starfsfólkinu, öllum tengdum félaginu og stuðningsmönnunum."

„Ég er viss um að þið munið halda áfram að standa ykkur vel. Ég kom til Roma síðastliðið sumar á láni og þá vissi ég strax að þetta yrði heimili mitt til frambúðar. Ég get ekki beðið eftir að byrja aftur og njóta ferðalagsins."

Athugasemdir
banner
banner