Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
   mán 06. október 2025 20:10
Elvar Geir Magnússon
Heimild: KSÍ 
Góðir gestir á fyrstu landsliðsæfingunni
Eimskip
Góðir gestir voru á æfingu dagsins.
Góðir gestir voru á æfingu dagsins.
Mynd: KSÍ
Ísland mætir Úkraínu á föstudaginn og svo Frakklandi næsta mánudag í undankeppni HM. Báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli og uppselt á þá. Ísland er í öðru sæti riðilsins sem stendur en það sæti gefur umspilssæti fyrir HM.

Íslenski hópurinn er kominn saman til æfinga og undirbúnings og æfði liðið á Laugardalsvelli í dag.

Strákarnir okkar fengu góða gesti á fyrstu æfinguna – um 40 fótboltaiðkendur með fötlun og aðstandendur þeirra kíktu í heimsókn og heilsuðu upp á leikmenn og þjálfara.

Á morgun verður svo fyrsti fjölmiðlaviðburðurinn í glugganum og eru væntanleg viðtöl við leikmenn á Fótbolta.net á morgun.

Leikurinn við Úkraínu verður kl. 18:45 á föstudaginn.


Athugasemdir
banner