Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   mið 06. desember 2023 10:10
Elvar Geir Magnússon
Man City og Liverpool ákveðin í að fá Wirtz
Powerade
Florian Wirtz er hágæða leikmaður.
Florian Wirtz er hágæða leikmaður.
Mynd: Getty Images
Verður Lopetegui næsti stjóri Man Utd?
Verður Lopetegui næsti stjóri Man Utd?
Mynd: EPA
Velkomin til leiks í Powerade slúðurpakkanum. Palhinha, Wirtz, Suarez, Luiz, Frimpong, Greenwood. Af nægu að taka!

Bayern München mun fá samkeppni frá að minnsta kosti tveimur úrvalsdeildarfélögum í baráttunni um Joao Palhinha (28), portúgalska miðjumanninn hjá Fulham, í janúar. (Telegraph)

Bayern gæti mistekist að landa þýska miðjumanninum Florian Wirtz (20) en Manchester City og Liverpool eru ákveðin í að kaupa hann. (90min)

Úrúgvæski sóknarmaðurinn Luis Suarez (36) er nálægt því að verða samherji Lionel Messi með því að skrifa undir eins árs samning við Inter Miami. (Miami Herald)

Newcastle United gæti keypt fimm leikmenn í janúar. Það er forgangsatriði að fá markvörð. (Sun)

Julen Lopetegui, fyrrum stjóri Wolves hefur verið orðaður við Manchester United. Hann hafnaði risatilboði frá Al-Ittihad í Sádi-Arabíu því hann vill snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. (AS)

Það þyrfti að minnsta kosti 60 milljóna punda tilboð til að fá Aston Villa til að hugsa út í það að selja brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (25) í janúar. Arsenal heldur áfram að sýna áhuga. (Caught Offside)

Villa hefur sett 110 milljóna punda verðmiða á Luiz. (Football Transfers)

Arsenal og Liverpool sendu njósnara til að fylgjast með hollenska varnarmanninum Jeremie Frimpong (22) hjá Bayer Leverkusen. (90min)

Real Sociedad er talið líklegast til að kaupa Mason Greenwood (22) frá Manchester United. Greenwood er að spila á lánssamningi hjá Getafe en mun ólíklega fara alfarið þangað þar sem félagið hefur ekki efni á honum. (Todofichajes)

Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek (26) hjá Manchester United hefur boðið sjálfan sig til Barcelona til að fylla skarð Gavi sem er meiddur. (Sport)

Manchester United mun fá tækifæri til að kaupa hollenska vængmanninn Donyell Malen (24) frá Borussia Dortmund ef Jadon Sancho (23) yfirgefur félagið. (Football Transfers)

Crystal Palace mun hætta við áætlanir um að kaupa sóknarmann í janúar eftir meiðsli Cheick Doucoure (23) en miðjumaðurinn verður mögulega ekki meira með á tímabilinu. (Football Insider)

Úlfarnir hafa áhuga á argentínska varnarmanninum Marcos Acuna (32) hjá Sevilla en hann er metinn á rúmlega tíu milljónir punda. (Todofichajes)

Sao Paolo er tilbúið að hlusta á tilboð í Lucas Beraldo (20) sem sagður er á blaði Liverpool. Tilboði Wolves í brasilíska varnarmanninn var hafnað í sumar. (90min)

Juventus er tilbúið að láta enska vængmanninn Samuel Iling-Junior (20) fara í janúar. Tottenham og Newcastle hafa áhuga. (Tuttomercatoweb)

West Ham er að vinna baráttuna við Everton og Brighton um norður-írska sóknarmanninn Aodhan Doherty (17) hjá Linfield. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner