Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fös 06. desember 2024 09:40
Elvar Geir Magnússon
Heldur því fram að Salah hafi náð samkomulagi við Liverpool
Mo Salah. Þvílíkur leikmaður.
Mo Salah. Þvílíkur leikmaður.
Mynd: EPA
Egypski sjónvarpsmaðurinn Haytham Farouk, fyrrum landsliðsvarnarmaður Egyptalands, hefur óskað Mohamed Salah til hamingju með að hafa gert nýjan samning við Liverpool.

Samningsmál Salah hafa verið mikið í umræðunni en gildandi samningur hans rennur út í lok júní á komandi ári.

Salah sagði nýlega að hann væri svekktur yfir því að ekki hefði verið rætt við hann um nýjan samning en þessi 32 ára leikmaður er með 13 mörk og 8 stoðsendingar í 14 úrvalsdeildarleikjum á þessu tímabili.

„Til hamingju með að endurnýja samninginn þinn. Egypski konungurinn ræður eigin örlögum," skrifaði Farouk á X og margir stuðningsmenn Liverpool eru skiljanlega spenntir eftir þessa færslu

Í vikunni sagði The Athletic að Liverpool hefði stigið fyrsta skrefið í að halda Salah, Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk með því að bjóða hollenska varnarmanninum nýjan samning.


Athugasemdir
banner
banner