Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
   fös 06. desember 2024 20:06
Brynjar Ingi Erluson
Ruben Selles hættir með Reading og tekur við Hull (Staðfest)
Ruben Selles er nýr stjóri Hull
Ruben Selles er nýr stjóri Hull
Mynd: EPA
Spænski þjálfarinn Ruben Selles er hættur með lið Reading og tekinn við Hull City en þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum í dag. Noel Hunt tekur við stjórastöðunni hjá Reading.

Selles tekur við Hull af Tim Walter sem var látinn fara í lok nóvember eftir slakt gengi á tímabilinu.

Spánverjinn gerði tveggja og hálfs árs samning við Hull sem á síðan möguleika á að framlengja samninginn um ár til viðbótar.

Reading var ekki lengi að tilkynna arftaka Selles en Noel Hunt, fyrrum leikmaður félagsins, samdi við félagið til 2027.

Stuðningsmenn Reading kannast vel við Hunt sem spilaði með liðinu frá 2008 til 2013. Hann hefur undanfarið þjálfað U21 árs liðið og er að taka við aðalliðinu í annað sinn á ferlinu, en hann stýrði því til bráðabirgða undir lok tímabils 2022-2023.

Hull er í 22. sæti ensku B-deildarinnar með 15 stig á meðan Reading er í 6. sæti C-deildarinnar með 30 stig.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 13 8 4 1 36 12 +24 28
2 Middlesbrough 12 7 4 1 16 8 +8 25
3 Millwall 12 7 2 3 14 13 +1 23
4 Bristol City 12 6 4 2 20 11 +9 22
5 Stoke City 12 6 3 3 13 8 +5 21
6 Hull City 13 5 5 3 20 20 0 20
7 Charlton Athletic 12 5 4 3 14 10 +4 19
8 Preston NE 12 5 4 3 15 12 +3 19
9 QPR 12 5 3 4 15 17 -2 18
10 West Brom 13 5 3 5 12 14 -2 18
11 Leicester 13 4 5 4 15 13 +2 17
12 Wrexham 13 4 5 4 19 19 0 17
13 Ipswich Town 11 4 4 3 17 13 +4 16
14 Swansea 12 4 4 4 12 12 0 16
15 Watford 12 4 3 5 14 16 -2 15
16 Birmingham 12 4 3 5 11 15 -4 15
17 Derby County 12 3 5 4 13 16 -3 14
18 Portsmouth 12 3 4 5 10 13 -3 13
19 Blackburn 12 4 1 7 11 17 -6 13
20 Oxford United 12 3 3 6 13 15 -2 12
21 Southampton 12 2 6 4 13 17 -4 12
22 Norwich 13 2 3 8 12 18 -6 9
23 Sheffield Utd 12 3 0 9 9 20 -11 9
24 Sheff Wed 13 1 4 8 10 25 -15 -5
Athugasemdir
banner