Manchester United og Manchester City mætast í kvöld á Old Trafford í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum deildabikarsins.
Ekki er uppselt á leikinn og í kjölfarið hafa verið settir miðar á opna sölu í hólfum stuðningsmanna heimaliðsins.
Óttast er að það geri að verkum að stuðningsmenn City muni vera innan um stuðningsmenn United á vellinum í kvöld.
                
                                    Ekki er uppselt á leikinn og í kjölfarið hafa verið settir miðar á opna sölu í hólfum stuðningsmanna heimaliðsins.
Óttast er að það geri að verkum að stuðningsmenn City muni vera innan um stuðningsmenn United á vellinum í kvöld.
Aukin löggæsla verður í kringum leikinn og tilkynnt hefur verið að þeir sem séu merktir City eða styðji liðið frá röngum svæðum á vellinum verði vísað frá.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
                                                                
                                                        

