Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 07. janúar 2021 11:38
Elvar Geir Magnússon
Þórólfur gefur ekki upp hvort keppnisíþróttir geti farið af stað í þessum mánuði
Þríeykið fræga.
Þríeykið fræga.
Mynd: Almannavarnir
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hélt spilunum þétt að sér þegar hann var spurður út í keppnisíþróttir á upplýsingafundi dagsins.

Magnús Már Einarsson var á fundi dagsins fyrir hönd Fótbolta.net og spurði út í stöðu mála en núgildandi samkomutakmarkanir gilda út 12. janúar.

Þórólfur segir að Almannavarnir séu í stöðugu sambandi við íþróttahreyfinguna.

„Við erum í stöðugu sambandi við nánast alla aðila sem hafa orðið fyrir takmörkunum. Við erum að reyna að gera okkar besta í því að halda faraldrinum niður en hafa takmarkanirnar ekki of íþyngjandi. Þetta er í stöðuri endurskoðun," segir Þórólfur.

Hann hefur ekki opinberað hugmyndir sínar um mögulegar tilslakanir en í eðlilegu ástandi væru undirbúningsmótin í fótboltanum að fara af stað um þessar mundir. Hinsvegar er bann við keppni í íþróttum í gildi hér á landi.

„Á þessu stigi vil ég ekki fara yfir það hvaða tillögur munu taka gildi þann 13. janúar. Við þurfum að fara mjög varlega. Það gildir um keppnisíþróttir eins og allt annað í þessu samfélagi," segir Þórólfur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner