Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
banner
   fös 07. febrúar 2020 21:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar eftir 3-1 sigur: Fannst við ekki sérstaklega góðir
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með frammistöðu síns liðs þrátt fyrir 3-1 sigur á Leikni R. í Lengjubikarnum í kvöld.

„Mér fannst hann (leikurinn) nú ekki sérstakur ef ég á að vera fullkomlega hreinskilinn," sagði Óskar. „Mér fannst við vera kæruleysir, ekki sérstaklega kveikt á okkur varnarlega og mér fannst við ekki sérstaklega góðir."

Kristinn Steindórsson skrifaði undir samning við Breiðablik í dag. Kristinn hefur undanfarin tvö tímabil leikið með FH en fann sig ekki hjá Hafnarfjarðarfélaginu.

Kristinn er uppalinn Bliki sem yfirgaf Kópavoginn árið 2011 og samdi við Halmstad í Svíþjóð. Síðar lék hann með Colombus Crew í Bandaríkjunum og GIF Sundsvall.

„Hann er kominn heim og er goðsögn í klúbbnum. Hann átti mörg frábær ár hérna og var hluti af liðinu sem varð Íslandsmeistari og bikarmeistari. Hann á nóg eftir."

Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni hér, en þar svarar Óskar líka spurningu um það hvort Höskuldur Gunnlaugsson sé orðinn nýr fyrirliði Breiðabliks.
Athugasemdir
banner