Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   fös 07. febrúar 2020 21:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar eftir 3-1 sigur: Fannst við ekki sérstaklega góðir
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með frammistöðu síns liðs þrátt fyrir 3-1 sigur á Leikni R. í Lengjubikarnum í kvöld.

„Mér fannst hann (leikurinn) nú ekki sérstakur ef ég á að vera fullkomlega hreinskilinn," sagði Óskar. „Mér fannst við vera kæruleysir, ekki sérstaklega kveikt á okkur varnarlega og mér fannst við ekki sérstaklega góðir."

Kristinn Steindórsson skrifaði undir samning við Breiðablik í dag. Kristinn hefur undanfarin tvö tímabil leikið með FH en fann sig ekki hjá Hafnarfjarðarfélaginu.

Kristinn er uppalinn Bliki sem yfirgaf Kópavoginn árið 2011 og samdi við Halmstad í Svíþjóð. Síðar lék hann með Colombus Crew í Bandaríkjunum og GIF Sundsvall.

„Hann er kominn heim og er goðsögn í klúbbnum. Hann átti mörg frábær ár hérna og var hluti af liðinu sem varð Íslandsmeistari og bikarmeistari. Hann á nóg eftir."

Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni hér, en þar svarar Óskar líka spurningu um það hvort Höskuldur Gunnlaugsson sé orðinn nýr fyrirliði Breiðabliks.
Athugasemdir
banner
banner