Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með frammistöðu síns liðs þrátt fyrir 3-1 sigur á Leikni R. í Lengjubikarnum í kvöld.
„Mér fannst hann (leikurinn) nú ekki sérstakur ef ég á að vera fullkomlega hreinskilinn," sagði Óskar. „Mér fannst við vera kæruleysir, ekki sérstaklega kveikt á okkur varnarlega og mér fannst við ekki sérstaklega góðir."
Kristinn Steindórsson skrifaði undir samning við Breiðablik í dag. Kristinn hefur undanfarin tvö tímabil leikið með FH en fann sig ekki hjá Hafnarfjarðarfélaginu.
Kristinn er uppalinn Bliki sem yfirgaf Kópavoginn árið 2011 og samdi við Halmstad í Svíþjóð. Síðar lék hann með Colombus Crew í Bandaríkjunum og GIF Sundsvall.
„Hann er kominn heim og er goðsögn í klúbbnum. Hann átti mörg frábær ár hérna og var hluti af liðinu sem varð Íslandsmeistari og bikarmeistari. Hann á nóg eftir."
Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni hér, en þar svarar Óskar líka spurningu um það hvort Höskuldur Gunnlaugsson sé orðinn nýr fyrirliði Breiðabliks.
Athugasemdir