Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 07. febrúar 2020 20:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Blikar unnu Leikni R. í opnunarleiknum
Mikkelsen skoraði tvö fyrir Blika.
Mikkelsen skoraði tvö fyrir Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vuk skoraði sárabótamark fyrir Leikni.
Vuk skoraði sárabótamark fyrir Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 3 - 1 Leiknir R.
1-0 Thomas Mikkelsen úr víti
2-0 Gísli Eyjólfsson
3-0 Thomas Mikkelsen
3-1 Vuk Oskar Dimitrijevic

Breiðablik lagði Leikni Reykjavík að velli þegar liðin mættust í fyrsta leik Lengjubikars karla árið 2020. Leikurinn fór fram inn í Fífunni.

Thomas Mikkelsen skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu sem Leiknismenn voru verulega ósáttir við. Gísli Eyjólfsson kom svo Blikum í 2-0 fyrir leikhlé.

Mikkelsen var aftur á ferðinni fyrir Blika í seinni hálfleiknum og staðan ansi vænleg fyrir Kópavogsliðið, 3-0.

Hinn efnilegi Vuk Oskar Dimitrijevic náði að klóra í bakkann fyrir Leiknismenn undir lokin. Lokatölur 3-1 fyrir Blika og þeir vinna fyrsta leikinn í Lengjubikarnum þetta árið.

Þessi lið eru í riðli 1 í A-deild þar sem Afturelding, ÍA, KR og Leiknir Fáskrúðsfirði eru einnig.

Byrjunarlið Breiðabliks: 12. Anton Ari Einarsson (m), 4. Damir Muminovic, 7. Höskuldur Gunnlaugsson, 8. Viktor Karl Einarsson, 9. Thomas Mikkelsen, 10. Guðjón Pétur Lýðsson, 11. Gísli Eyjólfsson, 25. Davíð Ingvarsson, 31. Benedikt Warén, 45. Brynjólfur Darri Willumsson, 77. Kwame Quee.

Bekkur Breiðabliks: Gunnleifur Gunnleifsson (m), Brynjar Atli Bragason (m), Róbert Orri Þorkelsson, Alexander Helgi Sigurðarson, Þorleifur Úlfarsson, Bjarni Þór Hafstein, Ólafur Guðmundsson.

Byrjunarlið Leiknis R.: 22. Ásgeir Þór Magnússon (m), 3. Ósvald Jarl Traustason, 4. Bjarki Aðalsteinsson, 6. Ernir Bjarnason, 8. Árni Elvar Árnason, 9. Sólon Breki Leifsson, 10. Sævar Atli Magnússon, 14. Birkir Björnsson, 17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, 24. Daníel Finns Matthíasson, 29. Vuk Oskar Dimitrijevic.

Bekkur Leiknis: Viktor Freyr Sigurðsson (m), Sævin Alexander Símonarson, Alfreð Már Hjaltalín, Ragnar Páll Sigurðsson, Magnús Andri Ólafsson, Patryk Hryniewicki, Róbert Vattnes Mbah Nto.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner