Real Madrid er í viðræðum við Vinicius Junior um nýjan samning en The Athletic greinir frá því að leikmaðurinn hafi hafnað fyrsta tilboðinu.
Brasilíski landsliðsmaðurinn skrifaði undir samning árið 2023 sem gildir til ársins 2027 sem inniheldur 1 milljarða evra riftunarákvæði.
Þessi 24 ára gamli sóknarmaður var orðaður í burtu frá félaginu í sumar en umboðsmenn hans voru í viðræðum við félög í Sádí-Arabíu samkvæmt heimildum The Athletic.
Real Madrid vildi hefja viðræður við hann þá en hann vildi bíða með það jafnvel fram á sumar. Hann er sagður vilja fá laun sem endurspegla stöðu hans sem einn besti leikmaður heims. Hann fær 15 milljónr evra í laun fyrir skatt eftir að hafa fengið bónusa þegar hann var valinn leikmaður ársins hjá FIFA.
Athugasemdir