Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 07. mars 2025 14:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórdís Hrönn í Víking (Staðfest)
Mætt í Víking.
Mætt í Víking.
Mynd: Víkingur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er gengin í raðir Víkings og skrifar undir tveggja ára samning. Hún kemur til félagsins frá Val þar sem hún hefur verið síðustu ár.

Fótbolti.net fjallaði um það í síðasta mánuði að Þórdísi væri frjálst að fara frá Val og finna sér annað félag. Þórdís er fjórði leikmaðurinn sem Víkingur hefur krækt í þennan veturinn.

Hún er reynslumikil, getur leyst nokkrar stöður framarlega á vellinum og þekkir það að vinna titla. Hennar besta tímabil var líklega tímabilið 2022 þegar hún var mögnuð í lið Vals sem vann tvöfalt. Hún hefur einnig orðið Íslandsmeistari með Stjörnunni og bikarmeistari með Breiðabliki.

Þórdís missti af öllu tímabilinu 2023 vegna meiðsla og sneri til baka á síðasta tímabili.

Hún á að baki 149 leiki í efstu deild og hefur í þeim skorað 30 mörk. Hér á landi hefur hún spilað með Breiðabliki, Stjörnunni, Þór/KA, KR og Val. Þórdís á einnig að baki tvo A-landsleiki.

Þórdís, sem er fædd árið 1993, hefur leikið með þremur liðum erlendis; tímabilin 2014-15 hjá Älta IF í Svíþjóð og fyrri hluta ársins 2019 hjá Kristianstad. Hún fór til Kýpur í sumarglugganum 2021 og lék með Apollon.

„Þórdís er frábær fótboltamaður og er með töfra í fótunum, það er bara þannig. Við erum í skýjunum með að hafa fengið hana í hópinn okkar. Við höfum þekkst lengi og hún er leikmaður sem ég hef alltaf dást að og borið virðingu fyrir. Það eru til nokkrar tegundir af leiðtogum og á sinn hátt er Þórdís frábært dæmi um leikmann sem setur gott fordæmi fyrir öll sem í kringum hana eru. Jákvæð orka hennar og baráttuvilji er smitandi og hún er strax búin að mynda sterk tengsl í hópnum," segir John Andrews sem er þjálfari Víkings.

Komnar
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir frá Svíþjóð
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir frá Val
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir frá Þór/KA
Jóhanna Elín Halldórsdóttir frá Selfossi
Tara Jónsdóttir frá Gróttu (var á láni)

Farnar
Shaina Ashouri til Kanada
Þórdís Embla Sveinbjörnsdóttir í Gróttu (á láni)

Samningslausar
Rachel Diodati (2000)
Hulda Ösp Ágústsdóttir (1999)
Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (2003)
Halla Hrund Ólafsdóttir (2004)
Dagbjört Ingvarsdóttir (1996)
Athugasemdir
banner