Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   þri 07. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Danny Rose gaf heilbrigðisstarfsfólki hundruði pítsa
Danny Rose, vinstri bakvörður Tottenham sem leikur fyrir Newcastle að láni, ákvað að leggja heilbrigðisstarfsfólki í höfuðborginni lið með pítsugjöfum.

Rose gaf starfsfólki North Middlesex University Hospital í Norður-Lundúnum hundruði pítsa í hádeginu í gær og fékk þakkir fyrir.

Það er mikilvægt að knattspyrnustjörnur leggi almenningi lið á erfiðum tímum enda eru atvinnumenn í fótbolta meðal launahæstu einstaklinga heims.

Fréttir berast daglega af góðverkum knattspyrnumanna sem hafa lagt mikinn pening, tíma og orku í þessa baráttu við veiruna skæðu.


Athugasemdir
banner