Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 07. apríl 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vængir Júpíters fá Anton Frey frá Fjölni (Staðfest)
Anton Freyr í baráttunni við Willum Þór Willumsson, sem er í dag leikmaður BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi.
Anton Freyr í baráttunni við Willum Þór Willumsson, sem er í dag leikmaður BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vængir Júpíters eru búnir að bæta við sig átta leikmönnum fyrir átök næsta sumars er liðið mun leika aftur í 3. deild.

Vængirnir náðu í 44 stig úr 22 umferðum í fyrra og stefna á að komast upp í 2. deild í haust.

Anton Freyr Ársælsson, fæddur 1996, er genginn í raðir Vængjanna frá Fjölni. Anton Freyr á tíu leiki að baki í Pepsi-deildinni með Fjölni og hefur einnig spilað fyrir Leikni R, Aftureldingu og Hugin.

Vængir Júpíters fá tvo leikmenn frá Haukum, þá Karl Viðar Magnússon, 1999, og Ólaf Sveinmar Guðmundsson, 2000.

Ervist Pali, 1996, kemur frá KH á meðan Ólafur Rúnar Ólafsson, 2000, skipti yfir frá Þrótti R. og Sigurbjörn Bjarnason, 1995, frá KÁ.

Þá komu tveir leikmenn aftur heim til Vængjanna. Tryggvi Magnússon, 1997, er kominn heim frá Aftureldingu á meðan Örvar Þór Sveinsson, 1996, er kominn aftur eftir að hafa spilað fyrir Fenri og Kórdrengi síðustu tímabil.

„Vængir Júpiters eru með stór markmið í sumar og erum við hæst ánægðir með að fá þessa leikmenn til okkar til þess að hjálpa okkur að ná þeim," segir í yfirlýsingu frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner