mið 07. apríl 2021 23:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Aldrei verið jafn svekkt að hafa ekki verið valin"
Ekki fengið traustið - Mikil trú á Steina
Icelandair
Finnst ég hafa lagt mikið á mig en ekki fengið tækifæri til að öðlast traust til að fá að sýna hvað almennilega í mér býr
Finnst ég hafa lagt mikið á mig en ekki fengið tækifæri til að öðlast traust til að fá að sýna hvað almennilega í mér býr
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Auðvitað þakklát fyrir að vera hluti af hópnum
Auðvitað þakklát fyrir að vera hluti af hópnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnst frábært að hann sé orðinn landsliðsþjálfari
Finnst frábært að hann sé orðinn landsliðsþjálfari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svava Rós Guðmundsdóttir á að baki 24 A-landsleiki og hefur í þeim skorað eitt mark. Svava er leikmaður Bordeaux í Frakklandi og var til viðtals um ferilinn til þessa í gær.

Hún var einnig spurð út í landsliðsferilinn til þessa sem og nýja landsliðsþjálfarann. Þorsteinn Halldórsson þjálfaði Svövu hjá Breiðabliki áður en Svava hélt í atvinnumennsku.

Viðtalið og um Betu:
Pílan, vandræðalegt sólbað og andlegur styrkur - „Aldrei planið að fara í Val"
Svava Rós: Veit fyrir víst að hún gerði mig að betri leikmanni

„Aldrei verið jafn svekkt að hafa ekki verið valin"
Svava lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2015 í undankeppni fyrir EM 2017. Síðan hefur hún komið við sögu í sex leikjum í undankeppni fyrir stórmót. Hún hafði verið í mörgum hópum fyrir Evrópumótið 2017 en fékk ekki kallið. Var erfitt að horfa á EM úr stofunni heima?

„Já, ég verð að viðurkenna að það var mjög erfitt að horfa á EM2017 og ég hef aldrei verið jafn svekkt að hafa ekki verið valin," sagði Svava Rós.

„Ég var búin að leggja mjög mikið á mig til að vera í mínu besta formi og var búin að standa mig mjög vel með Breiðablik og fannst ég eiga það skilið að vera í þessum hóp."

Hvernig horfir landsliðið við þér í dag? Ertu sátt við þau tækifæri og mínútur sem þú hefur fengið undanfarin ár?

„Nei ég myndi ekki segja að ég sé sátt við þau tækifæri og mínútur sem ég hef fengið. Mér finnst ég, í þau skipti sem ég hef komið inn á, hafa gert góða hluti."

„Sem dæmi í undankeppni EM á móti Ungverjalandi kem ég og Fanndís inn á og áttum við mikinn þátt í því að vinna þann leik. Mér finnst ég hafa lagt mikið á mig en ekki fengið tækifæri til að öðlast traust til að fá að sýna hvað almennilega í mér býr."


Ertu með eitthvað markmið að vinna þér inn byrjunarliðssæti eða slíkt?

„Markmiðið hefur alltaf verið að vinna mér inn byrjunarliðssæti, auðvitað mun ég gera allt til þess að eiga möguleika á því. Á sama tíma er ég auðvitað þakklát fyrir að vera hluti af hópnum og mun ég halda áfram að vinna í átt að mínum markmiðum."

„Getur gert góða hluti úr nánast hvaða hóp sem er"
Hvernig er Steini frábrugðinn Elísabetu sem þjálfari?

„Það er í rauninni ekki réttlátt að bera þau saman þar sem þau eru ólíkir þjálfarar. Þau eru bæði frábærir þjálfarar sem hafa náð mjög góðum árangri með sín lið."

Hverjir eru hans helstu kostir?

„Helstu kostir Steina eru að hann getur gert góða hluti úr nánast hvaða hóp sem er, hann nær að fá það besta út úr leikmönnunum. Hann er frábær maður á mann og getur aðlagast að nánast hvaða aðstæðum sem er."

Hvernig líst þér á að hann sé orðinn landsliðsþjálfari?

„Mér finnst frábært að hann sé orðinn landsliðsþjálfari og vel að því kominn. Ég hef mikla trú á því að hann nái sínum markmiðum með liðið," sagði Svava Rós.

Viðtalið og um Betu:
Pílan, vandræðalegt sólbað og andlegur styrkur - „Aldrei planið að fara í Val"
Svava Rós: Veit fyrir víst að hún gerði mig að betri leikmanni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner