Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 07. apríl 2021 10:37
Magnús Már Einarsson
Liverpool sendir yfirlýsingu eftir fordóma - „Algjörlega óásættanlegt"
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að Trent Alexander-Arnold og Naby Keita urðu fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum eftir 3-1 tap liðsins gegn Real Madrid í gær.

Báðir leikmennirnir fengu send skilaboð við myndir sem þeir höfðu birt á Instagram í aðdraganda leiksins.

Kynþáttafordómar á samfélagsmiðlum hjá fótboltamönnum eru vaxandi vandamál

„Við erum enn og aftur að ræða viðurstyggilega kynþáttafordóma morguninn eftir fótboltaleik. Þetta er algjörlega óásættanlegt og verður að hætta," sagði Liverpool meðal annars í yfirlýsingu í dag.

„Þessi staða getur ekki haldið áfram og það veltur á okkur öllum að passa upp á að svo verði ekki."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner