Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. maí 2021 15:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Birkir lék í sjö marka leik - Gífurleg spenna fyrir lokaumferðina
Florian Aye skoraði þrenu í dag
Florian Aye skoraði þrenu í dag
Mynd: Getty Images
Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Brescia sem vann 4-3 heimasigur á Pisa í ítölsku B-deildinni í dag.

Pisa komst í 0-1 með marki á 9. míníutu en Brescia jafnaði með marki á 18. mínútu. Þannig var staðan í hálfleik.

Alfredo Donnarumma kom heimamönnum í 2-1 á 52. mínútu með marki úr vítaspyrnu og á 64. mínútu brenndu gestirnir af frá vítapunktinum.

Florian Aye kom Brescia í 3-1 með sínu öðrum marki á 65. mínútu og mínútu síðar fór Birkir af velli. Gestirnir minnkuðu muninn tveimur mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu en Aye fullkomnaði svo þrennu sína á 82. mínútu og staðan orðin 4-2. Gestirnir frá Pisa minnkuðu muninn aftur en náðu ekki að jafna.

Brescia er í umspilssæti með 53 stig. Liðið er í 8. sætinu, því síðasta af umspilssætinu, með jafnmörg stig og Chievo í 7. sætinu og Spal í 9. sætinu.

Ein umferð er eftir af deildinni en Brescia á erfiðasta leikinn eftir á pappírunum af þessum þremur liðum. Liðið mætir Monza í lokaumferðinni.

Venezia, liðið sem Bjarki Steinn Bjarkason og Óttar Magnús Karlsson eru hjá, er á leið í umspilið. Liðið gerði markalaust jafntefli gegn Pordenone í dag og var Bjarki ónotaður varamaður í fjórða leiknum í röð.

Lokaumferð deildarinnar fer fram á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner