Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   lau 07. maí 2022 19:24
Sverrir Örn Einarsson
Sindri Kristinn: Aldrei lagt það í vana minn að segja neitt um dómara
Sindri Kristinn Ólafsson
Sindri Kristinn Ólafsson
Mynd: Haukur Gunnarsson
„Mér fannst við vera með þá í algjöru hreðjataki fyrir þetta rauða spjald. Tilfinningin áður en það kom var að við værum bara að fara að sigla þessu tvö þrjú núll. En skjótt skipast veður í lofti og það fer bara allt í skrúfuna hjá okkur þegar Maggi fær rautt.“
Sagði Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur um leikinn þegar Keflavík og ÍBV gerðu 3-3 jafntefli á HS-Orkuvellinum í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  3 ÍBV

Keflvíkingar voru vægast sagt ósáttir við jöfnunarmark ÍBV í leiknum sem Telmo Castanheira skoraði. Sindri var spurður út í atvikið.

„Ég hef aldrei lagt það í vana minn að segja neitt um dómara en ég vill meina að þeir klikki ekki einu sinni heldur tvisvar í jöfnunarmarki Eyjamanna. Þá er klárlega brotið á Patrik úti á kanti og svo stendur annar eyjamaður langt fyrir innan og stendur i minni sjónlínu og er þar af leiðandi rangstæður en hann átti bara að mér fannst ekki góðann dag á línunni AD1.“(Ragnar Þór Bender innsk blm)

Keflavíkurliðið sem missti niður forystu á lokamínútum leiks gegn KA á dögunum sneri dæminu við í dag og sótti stig í uppbótartíma. Gott upp á andlega þáttinn?

„Ógeðslega svekkjandi þótt við séum manni færri að leyfa þeim að skora þrjú mörk sérstaklega þar sem tvö af þessum mörkum eru bara aulaskapur í okkur. En það er hrikalega mikilvægt fyrir liðið að lenda 3-2 undir og koma til baka og náð loksins þessu stigi og komið okkur á blað.“

Sagði Sindri en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner