Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 07. maí 2022 19:24
Sverrir Örn Einarsson
Sindri Kristinn: Aldrei lagt það í vana minn að segja neitt um dómara
Sindri Kristinn Ólafsson
Sindri Kristinn Ólafsson
Mynd: Haukur Gunnarsson
„Mér fannst við vera með þá í algjöru hreðjataki fyrir þetta rauða spjald. Tilfinningin áður en það kom var að við værum bara að fara að sigla þessu tvö þrjú núll. En skjótt skipast veður í lofti og það fer bara allt í skrúfuna hjá okkur þegar Maggi fær rautt.“
Sagði Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur um leikinn þegar Keflavík og ÍBV gerðu 3-3 jafntefli á HS-Orkuvellinum í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  3 ÍBV

Keflvíkingar voru vægast sagt ósáttir við jöfnunarmark ÍBV í leiknum sem Telmo Castanheira skoraði. Sindri var spurður út í atvikið.

„Ég hef aldrei lagt það í vana minn að segja neitt um dómara en ég vill meina að þeir klikki ekki einu sinni heldur tvisvar í jöfnunarmarki Eyjamanna. Þá er klárlega brotið á Patrik úti á kanti og svo stendur annar eyjamaður langt fyrir innan og stendur i minni sjónlínu og er þar af leiðandi rangstæður en hann átti bara að mér fannst ekki góðann dag á línunni AD1.“(Ragnar Þór Bender innsk blm)

Keflavíkurliðið sem missti niður forystu á lokamínútum leiks gegn KA á dögunum sneri dæminu við í dag og sótti stig í uppbótartíma. Gott upp á andlega þáttinn?

„Ógeðslega svekkjandi þótt við séum manni færri að leyfa þeim að skora þrjú mörk sérstaklega þar sem tvö af þessum mörkum eru bara aulaskapur í okkur. En það er hrikalega mikilvægt fyrir liðið að lenda 3-2 undir og koma til baka og náð loksins þessu stigi og komið okkur á blað.“

Sagði Sindri en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner