Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 07. maí 2022 19:24
Sverrir Örn Einarsson
Sindri Kristinn: Aldrei lagt það í vana minn að segja neitt um dómara
Sindri Kristinn Ólafsson
Sindri Kristinn Ólafsson
Mynd: Haukur Gunnarsson
„Mér fannst við vera með þá í algjöru hreðjataki fyrir þetta rauða spjald. Tilfinningin áður en það kom var að við værum bara að fara að sigla þessu tvö þrjú núll. En skjótt skipast veður í lofti og það fer bara allt í skrúfuna hjá okkur þegar Maggi fær rautt.“
Sagði Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur um leikinn þegar Keflavík og ÍBV gerðu 3-3 jafntefli á HS-Orkuvellinum í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  3 ÍBV

Keflvíkingar voru vægast sagt ósáttir við jöfnunarmark ÍBV í leiknum sem Telmo Castanheira skoraði. Sindri var spurður út í atvikið.

„Ég hef aldrei lagt það í vana minn að segja neitt um dómara en ég vill meina að þeir klikki ekki einu sinni heldur tvisvar í jöfnunarmarki Eyjamanna. Þá er klárlega brotið á Patrik úti á kanti og svo stendur annar eyjamaður langt fyrir innan og stendur i minni sjónlínu og er þar af leiðandi rangstæður en hann átti bara að mér fannst ekki góðann dag á línunni AD1.“(Ragnar Þór Bender innsk blm)

Keflavíkurliðið sem missti niður forystu á lokamínútum leiks gegn KA á dögunum sneri dæminu við í dag og sótti stig í uppbótartíma. Gott upp á andlega þáttinn?

„Ógeðslega svekkjandi þótt við séum manni færri að leyfa þeim að skora þrjú mörk sérstaklega þar sem tvö af þessum mörkum eru bara aulaskapur í okkur. En það er hrikalega mikilvægt fyrir liðið að lenda 3-2 undir og koma til baka og náð loksins þessu stigi og komið okkur á blað.“

Sagði Sindri en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner