Þór hafði betur gegn Haukum á Ásvöllum í dag og uppskar 0-3 sigur. Alvaro Montejo skoraði tvennu.
Lestu um leikinn: Haukar 0 - 3 Þór
Þór er í öðru sæti með tólf stig eftir sex umferðir og segir Gregg Ryder, þjálfari Þórs, að sínir menn megi ekki hugsa um Pepsi Max-deildina enda sé enn langt í land.
„Leiðin upp er löng, við megum ekki fara framúr okkur. Ég tel okkur ekki alveg vera komna á rétta braut, við getum ekki einu sinni hugsað um að fara upp á þessum tímapunkti," sagði Gregg eftir sigurinn og var svo spurður út í líðan leikmanna eftir andlát Baldvins Rúnarssonar.
„Þetta er búin að vera mjög erfið vika og ég verð að hrósa strákunum fyrir hvernig þeir hafa höndlað andlát Baldvins. Hann var náinn vinur margra leikmanna liðsins og veitti öllum hjá félaginu mikinn innblástur.
„Ef þú ferð til Akureyrar núna, ef þú ferð á svæði Þórs, þá finnurðu samheldnina. Þetta er sérstakt félag og það er ótrúlegt hvernig strákarnir eru búnir að takast á við þetta."
Athugasemdir























