Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 07. júní 2021 10:15
Brynjar Ingi Erluson
Neymar vildi ekki fara til Barcelona
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar vildi ekki ganga til liðs við Barcelona fyrir tveimur árum en þetta segir Nasser Al Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain í viðtali við L'Equipe.

Það er óumdeilanlegt að Neymar hefur verið einn besti leikmaður heims síðustu ár með PSG en hann var þó nálægt því að ganga í raðir Barcelona árið 2019.

PSG og Barcelona voru í viðræðum um Neymar en franska félagið vildi þó fá hann á sama verði og það borgaði fyrir hann árið 2017.

Neymar var þá í deilum við Barcelona á sama tíma um vangoldin laun en Al Khelaifi segir að Neymar hafi aldrei viljað fara aftur til Barcelona.

„Barcelona vildi alltaf fá Neymar aftur. Það er ekkert leyndarmál," sagði Al Khelaifi.

„Vildi Neymar fara aftur til Barcelona? Nei. Það er alveg rétt að hann átti erfitt með að aðlagast Frakklandi en ef þú myndir hringja í hann í dag þá myndi hann segja þér að hann er ánægður hér."

„Eins og ég sagði á sínum tíma þá vil ég ekki að leikmenn geri okkur greiða með því að skrifa undir hjá PSG. Ég vil leikmenn sem eru stoltir af því að spila fyrir félagið. Félagið er alltaf stærra en allir leikmennirnir sem spila fyrir það og það skiptir ekki máli hver á í hlut. Við viljum leikmenn sem berjast, gefa allt sem þeir eiga og vilja vera hér."

„Ég les reglulega orðróm um að hinir og þessir leikmenn vilji fara og ég velti stundum fyrir mér hvernig þessar fréttir verða til,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner