Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 07. júní 2021 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Soumare til Leicester - Edouard efstur á óskalistanum
Celtic borgaði metfé til að kaupa Edouard frá PSG á sínum tíma. Kaupverðið er talið nema um 10 milljónum punda.
Celtic borgaði metfé til að kaupa Edouard frá PSG á sínum tíma. Kaupverðið er talið nema um 10 milljónum punda.
Mynd: Getty Images
Leicester ætlar að styrkja leikmannahópinn sinn fyrir næstu leiktíð þar sem markmið Brendan Rodgers og lærisveina hans verður að ná Meistaradeildarsæti.

Leicester hefur rétt misst af Meistaradeildarsæti undanfarin tímabil og verður hópurinn styrktur. Boubakary Soumaré er kominn til félagsins frá Lille en það á aðeins eftir að opinbera skiptin samkvæmt frönskum fréttamönnum.

Soumaré er 22 ára varnartengiliður sem hefur verið líkt við bæði Patrick Vieira og Paul Pogba. Hann hefur verið lykilmaður í yngri landsliðum Frakka og vann frönsku deildina með Lille í vor.

Odsonne Edouard er núna kominn efst á lista Rodgers en þessi Frakki hefur skorað 74 mörk í 139 leikjum hjá Celtic.

Edouard var aðeins 19 ára þegar Rodgers fékk hann til Skotlands og skoraði hann 34 mörk í 81 leik áður en Rodgers hætti með Celtic til að taka við Leicester. Edouard hefur þroskast síðan þá og bætt markaskorunina enn frekar.
Athugasemdir
banner
banner