Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 07. júní 2023 21:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sambandsdeildin: Bowen hetja West Ham í úrslitunum
Mynd: EPA

Fiorentina 1 - 2 West Ham
0-1 Said Benrahma ('62 , víti)
1-1 Giacomo Bonaventura ('67 )
1-2 Jarrod Bowen ('90 )


West Ham er sigurvegari Sambandsdeildarinnar árið 2023 eftir sigur á Fiorentina í úrslitum í kvöld.

FIorentina var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik en markalaust var þegar flautað var til leikhlés.

Eftir klukkutíma leik fékk West Ham vítaspyrnu þegar Cristiano Biraghi fyrirliði Fiorentina handlék boltann inn í teignum. Said Benrahma steig á punktinn og kom West Ham yfir.

Stuttu síðar tókst Fiorentina að jafna metin.

Það stefndi allt í vítaspyrnukeppni en Jarrod Bowen komst einn í gegn á síðustu mínútu venjulegs leiktíma og kom boltanum framhjá Pietro Terracciano í marki Fiorentina og í netið og tryggði West Ham sigur.

Tvær vikur eru síðan Fiorentina spilaði í úrslitum ítalska bikarsins þar sem liðið tapaði gegn Inter. Þetta er fyrsti titill West Ham í 43 ár.


Athugasemdir
banner
banner