Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fös 07. júní 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Horfir til haustsins og vonar að þá geti framkvæmdir hafist
Icelandair
Laugardalsvöllur.
Laugardalsvöllur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jörundur Áki og formaður KSÍ, Þorvaldur Örlygsson.
Jörundur Áki og formaður KSÍ, Þorvaldur Örlygsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ var að vonast til þess að nú þegar væru framkvæmdir farnar af stað varðandi nýtt undirlag á Laugardalsvelli. Hugmyndin er sú að setja hitalagnir undir völlinn og ofan á það 'hybrid' gras, blöndu af gervi- og náttúrulega grasi.

Það tókst ekki að fara af stað með þær framkvæmdir í vor en nú er horft til haustsins. Karlalandsliðið á leik gegn Tyrklandi á laugardalsvelli þann 14. október og því ekki hægt að fara í framkvæmdir fyrr en eftir þann leik.

„Það hefur verið ágætis gangur í þeim pælingum og viðræður við bæði Reykjavíkurborg og ríkið hafa gengið nokkuð vel. Við förum út af hverjum fundinum á fætur öðrum mjög bjartsýn að eitthvað fari núa að gerast. Það er ekkert komið í hendi ennþá, það eru ákveðin flækjustig í þessu: við erum ekki ein með Laugardalsvöllinn. Frjálsu íþróttirnar eru þarna líka og svo er skylmingasambandið í sama húsnæði. Viðræðurnar hafa gengið mjög vel og við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við þeim hugmyndum sem við höfum lagt fram. Við viljum byrja á því að skipta út grasfletinum og setja hita undir og svo hybrid gras. Það yrði fyrsti áfangi og svo myndu Reykjavíkurborg og við huga að næsta áfanga í framhaldinu; að stækka völlinn enn frekar o.s.frv. Mér hefur fundist samhljómur með ríki og borg í okkar hugmyndum," sagði Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, við Fótbolta.net.

„Það þarf að gera eitthvað, við eigum fund með UEFA í næstu viku þar sem UEFA er að forvitnast um stöðu mála þar sem við höfum verið á undanþágu. Það er einhver gangur í þessu og við höfum mætt góðum vilja frá stjórnvöldum að okkur finnst. Vonandi getum við byrjað sem allra fyrst, það væri frábært að geta byrjað í haust þegar landsleikjatörnunum hjá karla og kvenna lýkur. Þá yrði farið af stað í að grafa upp og gera völlinn kláran fyrir vorið."

Vonir stóðust til að geta farið í aðgerðirnar nú í vor svo völlurinn yrði klár fyrir landsleikina í haust, en það næst ekki.

„Við erum of sein með það núna, við vorum að vonast til að fara af stað í byrjun maí, en það náðist ekki. Nú horfum við á haustið og vonandi tekst okkur að fá stjórnvöld með okkur í þetta og ráðast í framkvæmdir," sagði Jörundur.
Athugasemdir
banner