Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, segir að sitt lið hafi vaknað upp við vondan draum þegar HK komst í 2-0 í kvöld. Blikar náðu inn sárabótarmarki í lokin en öll stigin fóru til HK-inga.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 2 HK
„Við vorum með öll tök á leiknum en HK-ingar lágu til baka og voru þéttir. Þeir refsuðu okkur grimmilega," sagði Ágúst.
Breiðablik er nú sjö stigum á eftir KR. Hvernig metur hann möguleikana á Íslandsmeistaratitlinum þegar bilið er orðið svona?
„Ég er ekki að hugsa þangað kannski. Við erum fyrst og fremst svekktir með tapið í dag. Frammistaðan var ágæt en hefði mátt vera betri. Færanýtingin hefði mátt vera betri og varnarleikurinn líka. Við erum ekki að hugsa í það núna hvernig við náum KR-ingum."
„Ég skil ekki alveg hvernig hann sá ekki að boltinn fór í hendina á Ásgeiri Berki. Því miður þá var þetta ekki okkar dagur."
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir