Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. júlí 2020 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Læknaneminn Elín Metta: Atvinnumennskan má bíða
Elín fagnar marki gegn Þrótti. Sjö mörk skoruð í fyrstu fimm leikjunum.
Elín fagnar marki gegn Þrótti. Sjö mörk skoruð í fyrstu fimm leikjunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta Jensen, framherji Vals, var gestur í Pepsi Max-mörkunum síðasta fimmtudag. Í þættinum var leikur ÍBV og Vals til umfjöllunar og þar skoraði Elín tvö mörk. Hún var á þeim tímapunkti komin með sjö mörk í fyrstu fjórum leikjunum.

Valur lék í gær gegn Stjörnunni og skoruðu Valskonur þrjú mörk og var Elín ekki á meðal markaskorara, fyrsti leikurinn í mótinu sem Elín skorar ekki í. Elín hefur skorað 108 mörk í 140 leikjum í efstu deild og fjórtán mörk í 49 A-landsliðsleikjum.

Elín, sem er 25 ára sóknarmaður, er í læknisfræði og var hún að ljúka öðru ári í náminu nú í vor. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins spurði Elínu út í framhaldið og atvinnumennsku.

„Þú átt þá fimm ár eftir [af náminu] hér heima, ertu þá ekkert að stefna á að fara út í atvinnumennsku eða má það bíða og kemur seinna?"

„Já, það má bara aðeins bíða eins og er. Mér líður rosa vel í Val og þar er gott umhverfi og frábært lið. Á meðan það er til staðar þá er mjög freistandi að vera á Íslandi,"
svaraði Elín. Þessa umræðu og fleiri spurningar sem Elín svaraði í þættinum má sjá í spilaranum hér að neðan.

Sjá einnig:
Magnaða tvíeykið - „Þessi pía er ekki að grínast"

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner