Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. júlí 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnaða tvíeykið - „Þessi pía er ekki að grínast"
Hlín og Elín Metta eru illviðráðanlegar.
Hlín og Elín Metta eru illviðráðanlegar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín Eiríksdóttir, sem er nýorðin tvítug að aldri, hefur farið á kostum í upphafi móts í Pepsi Max-deild kvenna.

Hlín er búin að vera hrikalega öflug ásamt Elínu Mettu Jensen í fremstu víglínu hjá Val. Elín Metta er búin að skora sjö mörk og hefur Hlín gert fjögur í fyrstu fjórum leikjunum.

Hlín skoraði þrennu í þriðju umferð gegn Þór/KA. Talað var um þessa efnilegu stelpu í síðasta þætti af Heimavellinum.

„Það þarf einhver að 'tékka' á Hlín, setja hana í eitthvað próf," sagði Berglind Hrund Jónasdóttir, fyrrum markvörður Stjörnunnar. „Ég þarf að fara að kaupa hana í Draumaliðsdeildinni," sagði Steinunn Sigurjónsdóttir, knattspyrnuþjálfari.

„Ásgerður Stefanía (miðjumaður Vals) er yfirmaðurinn minn núna og ég hef spurt hana: 'Þessi Hlín, hvað er í gangi?' Hún bara: 'Þessi pía er ekki að grínast'. Gellan er að lyfta, það sést á henni. Ásgerður Stefanía hefur sagt mér að það sé engin duglegri en hún í ræktinni og að gera aukaæfingar, það er ástæðan fyrir því að hún sé að uppskera," sagði Berglind.

„Hún og Elín Metta eru 'the great duo'."

Sjá einnig:
Best í 3. umferð: Langar að fara út á einhverjum tímapunkti

Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Heimavöllurinn - Hlín machine, Þróttur þorir og KR í bullandi brasi
Athugasemdir
banner
banner