Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 07. ágúst 2020 21:42
Aksentije Milisic
Zidane eftir tapið gegn City: Verðum að vera stoltir
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, var sár eftir að liðið datt úr keppni í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Real Madrid tapaði einvígi sínu gegn Manchester City 4-2 samanlagt og er því úr leik. Zidane er samt sem áður stoltur af sínu liði.

„Við erum augljóslega ekki sáttir. Við erum úr keppni og það er sárt," sagði Zidane eftir leikinn.

„Við erum stoltir af því sem við höfum afrekað á þessu tímabili. Þetta er fótbolti, við töpuðum gegn góðu liði en við fengum okkar tækifæri til þess að skora."

„95% af því sem við höfum afrekað á þessu tímabili er frábært. Við tökum þetta tap í kvöld á kassann og erum stoltir af okkar frammistöðu á þessu tímabili."
Athugasemdir
banner