Lestu um leikinn
Einn leikur fór fram í Bestu deildinni í dag þegar Vestramenn fengu ÍA í heimsókn. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.
Lestu um leikinn: Vestri 0 - 0 ÍA
Leikurinn fór heldur rólega af stað og mjög fátt um færi fyrsta hálftíman.
Það fór hins vegar að draga til tíðinda undir lok fyrri hálfleiks þegar Skagamenn fengu dauðafæri eftir fyrirgjöf frá Hauki Andra en William í marki Vestra varði vel. Skömmu síðar bjargaði Eiður Aron á marklínu þar sem boltinn virtist hálfur inni.
Heimamenn bitu aðeins frá sér undir lok fyrri hálfleiksins án árangurs og staðan því markalaus í hálfleik.
Skagamenn skoruðu mark sem var dæmt af í byrjun seinni hálfleiks eftir klafs í teignum. Elías Ingi, dómari leiksins, var fljótur að flauta og benti á höndina á sér, viss í sinni sök.
Þá skoruðu Vestramenn mark sem var dæmt af þeim. Silas Songani tók frákastið eftir skot frá Benedikt Warén og skoraði en flaggið fór á loft. Vestramanna til mikillar mæðu.
Vestramenn tóku við sér í seinni hálfleiknum og fengu dauðafæri þegar korter var eftir af leiknum. Silas komst einn í gegn og lét verja frá sér en frákastið fór á Fall sem kom boltanum á Tufegdzic sem lék framhjá Árna Marinó. Hann er með opið mark fyrir framan sig en skýtur í stöngina.
Benedikt Warén átti þá skot á markið af stuttu færi þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma sem Arnleifur Hjörleifsson bjargaði á marklínu. Rosalegar línubjarganir í leiknum.
Bæði lið reyndu og reyndu að finna sigurmarkið en án árangurs og því lokatölur, 0-0.
Vestramenn lyfta sér fyrir ofan Fylki með stiginu og eru núna í 11. sæti, einu stigi frá HK sem eru í öruggu sæti. Þetta var hins vegar fjórði leikur Skagamanna í röð sem þeim mistekst að vinna en þeir eru núna tveimur stigum frá neðri helmingnum.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
2. Víkingur R. | 21 | 14 | 4 | 3 | 50 - 23 | +27 | 46 |
3. Valur | 21 | 10 | 5 | 6 | 49 - 32 | +17 | 35 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 21 | 5 | 6 | 10 | 34 - 42 | -8 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 21 | 4 | 5 | 12 | 26 - 45 | -19 | 17 |