Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
   þri 05. ágúst 2025 10:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterling einn af átta leikmönnum sem fær ekki mynd af sér
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: EPA
Raheem Sterling er einn af átta leikmönnum Chelsea sem eru bókstaflega komnir út úr myndinni hjá félaginu.

Hinn þrítugi Sterling er ekki með prófíl eða mynd af sér á heimasíðu félagsins og það sama á við um átta aðra leikmenn sem Chelsea er að reyna að losa sig við.

Chelsea er með risastóran hóp af leikmönnum og er að vinna í því að selja nokkra af þeim burt.

Armando Broja og Lesley Ugochukwu koma heldur ekki fyrir á heimasíðu félagsins en þeir eru báðir á leið til Burnley.

Hinir leikmennirnir sem eru ekki með mynd af sér eru Ben Chilwell, Axel Disasi, Renato Veiga, Alfie Gilchrist og David Datro Fofana.

Mykhailo Mudryk er enn með prófíl á heimasíðu liðsins þrátt fyrir að vera í banni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.
Athugasemdir
banner