Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
   þri 05. ágúst 2025 09:15
Elvar Geir Magnússon
Pálmi orðinn aðalmarkvörður?
Pálmi Rafn Arinbjörnsson er 21 árs.
Pálmi Rafn Arinbjörnsson er 21 árs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn Arinbjörnsson hefur varið mark Víkings síðustu þrjá leiki, þar á meðal í seinni Evrópuleiknum gegn Vllaznia.

Ingvar Jónsson fékk rautt spjald í deildarleiknum gegn Val þann 20. júlí en Valur vann þann leik. Ingvar varði svo mark Víkings í fyrri leiknum gegn Vllaznia en auk seinni leiksins og deildarleikja gegn Fram (þar sem Ingvar tók út bann) og FH hefur Pálmi verið í markinu.

Eftir 2-2 jafnteflið gegn FH á sunnudag var Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, spurður að því hvort Pálmi væri orðinn aðalmarkvörður liðsins. Sölvi svaraði því á nokkuð pólitískan hátt.


„Pálmi er búinn að standa sig vel í síðustu leikjum þannig eftir góða frammistöðu hefur hann fengið traustið í þessum leikjum. Við sjáum bara til hvernig hlutirnir þróast, ég er ekkert búinn að ákveða byrjunarliðið fyrir næsta leik en við erum vikilega sáttir með hvernig Pálmi er búinn að stíga upp,'' sagði Sölvi.

Næsti leikur Víkings er heimaleikur gegn Bröndby á fimmtudaginn í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner