Liverpool og Athletic Bilbao léku tvo æfingaleiki í gær, varalið félagana mættust fyrst og svo var flautað til leiks hjá aðalliðunum þremur tímum seinna.
Hinn 16 ára gamli Rio Ngumoha stal fyrirsögnunum í fyrri leiknum, hann var kominn með mark og stoðsendingu á fyrstu fimm mínútunum. Darwin Nunez, Ben Doak og Harvey Elliott skoruðu einnig í 4-1 sigri.
Nýju leikmennirnir; Florian Wirtz, Hugo Ekitike, Jeremie Frimpong, Milos Kerkez og Giorgi Mamardashvili, komu svo allir við sögu í seinni leiknum. Mohamed Salah skoraði fyrsta markið í leiknum en Cody Gakpo skoraði tvö mörk í mark andstæðingana auk þess að verða fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Hér að neðan má sjá svipmyndir úr leikjunum tveimur.
Hinn 16 ára gamli Rio Ngumoha stal fyrirsögnunum í fyrri leiknum, hann var kominn með mark og stoðsendingu á fyrstu fimm mínútunum. Darwin Nunez, Ben Doak og Harvey Elliott skoruðu einnig í 4-1 sigri.
Nýju leikmennirnir; Florian Wirtz, Hugo Ekitike, Jeremie Frimpong, Milos Kerkez og Giorgi Mamardashvili, komu svo allir við sögu í seinni leiknum. Mohamed Salah skoraði fyrsta markið í leiknum en Cody Gakpo skoraði tvö mörk í mark andstæðingana auk þess að verða fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Hér að neðan má sjá svipmyndir úr leikjunum tveimur.
Athugasemdir