Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 07. september 2020 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Edouard Mendy næstur til Chelsea - Nálægt samkomulagi við Rennes
Mendy á 63 leiki að baki í efstu deild franska boltans.
Mendy á 63 leiki að baki í efstu deild franska boltans.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur verið afar virkt á leikmannamarkaðinum í sumar þar sem félagið er þegar búið að punga út um 200 milljónum punda fyrir fjóra leikmenn.

Frank Lampard er þó ekki búinn að styrkja öll svæði liðsins, hann vantar enn markvörð. Kepa Arrizabalaga átti afar slakt tímabil á síðustu leiktíð og missti byrjunarliðssætið til Willy Caballero, sem verður 39 ára gamall í lok mánaðarins.

Chelsea hefur leitað víða að markverði en nú bendir allt til þess að félagið sé búið að finna sinn mann. Hann heitir Edouard Mendy og er 28 ára gamall aðalmarkvörður Rennes í franska boltanum.

Mendy gerði góða hluti hjá Stade de Reims í nokkur ár áður en hann var seldur furðulega ódýrt til Rennes í fyrra, fyrir um 5 milljónir evra.

Markvörðurinn vill ólmur ganga í raðir Chelsea en félagið á eftir að komast að samkomulagi við Rennes um kaupverð. Chelsea er reiðubúið til að borga 20 milljónir evra á meðan Rennes er sagt vilja 25 milljónir. Enskir fjölmiðlar telja þó að félagaskiptunum verði lokið í vikunni og Mendy kynntur sem nýr leikmaður Chelsea fyrir helgi.
Athugasemdir
banner
banner