Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 07. september 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Josip Ilcic snýr aftur eftir langa fjarveru
Josip Ilicic.
Josip Ilicic.
Mynd: Getty Images
La Gazzetta dello Sport heldur því fram að Slóveninn Josip Ilicic muni snúa aftur til æfinga hjá Atalanta á morgun.

Hann hefur síðustu sex vikurnar verið í heimalandi sínu að kljást við persónuleg vandamál. Hann missti af 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar vegna þess, en Atalanta féll þar úr leik gegn Paris Saint-Germain á dramatískan hátt.

Ýmsar sögusagnir hafa verið í gangi um það af hverju Ilicic kaus að taka ekki þátt með liðinu. Fram hefur komið í fjölmiðlum ytra að hann íhugi að hætta í fótbolta vegna þunglyndis eftir að hafa gengið inn á eiginkonu sína þar sem hún hélt fram hjá honum.

Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta, sagði í síðustu viku að hann vissi ekki hvenær leikmaðurinn myndi koma aftur en svo virðist sem hann sé að fara að gera það í dag.

Sjá einnig:
Missti af mikilvægustu leikjunum en verður boðinn velkominn til baka
Athugasemdir
banner
banner