Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 07. september 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Liverpool lánar Ojo til Cardiff (Staðfest)
Liverpool hefur lánað kantmanninn Sheyi Ojo til Cardiff en samningurinn gildir út komandi tímabil.

Fleiri félög í Championship deildinni vildu fá Ojo en Cardiff vann kapphlaupið um hann.

Hinn 23 ára gamli Ojo getur spilað með Cardiff gegn Sheffield Wednesday í fyrstu umferð í Championship deildinni um næstu helgi.

Ojo hefur á ferli sínum skorað eitt mark í þrettán leikjum með aðalliði Liverpool síðan hann spilaði sinn fyrsta leik árið 2016.

Á síðasta tímabili var Ojo í láni hjá Rangers en hann spilaði 36 leiki í Skotlandi.
Athugasemdir