Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 07. september 2020 13:24
Elvar Geir Magnússon
Yfirlýsing Man Utd: Hegðun Greenwood á Íslandi okkur vonbrigði
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir fréttir þess efnis að búið sé að reka Mason Greenwood úr enska landsliðshópnum eftir að hann braut reglur.

Félagið segir að hegðun Greenwood á Íslandi séu mikil vonbrigði og litin alvarlegum augum. Málið sé í skoðun í samstarfi við enska knattspyrnusambandið og agarefsing fyrir leikmanninn unga verði svo ákveðin í kjölfarið.

Greenwood og Phil Foden, leikmaður Manchester City, brutu reglur með því að bjóða tveimur íslenskum stelpum á hótel landsliðsins í Reykjavík.

Manchester City hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu. Félagið segir að hegðun Phil hafi verið óásættanleg og hann hafi brugðist skyldum sínum sem leikmaður Manchester City og landsliðs Englands.

Verið sé að vinna í því að koma leikmanninum aftur til Manchester.

Sjá einnig:
Foden og Greenwood brutu reglur - Buðu íslenskum stelpum á hótelið
Foden og Greenwood æfðu ekki á Laugardalsvelli - Reknir úr hópnum
Stelpurnar sýndu frá samskiptum sínum við Foden og Greenwood á samfélagsmiðlum
Southgate segir málið mjög alvarlegt - Stelpurnar komu ekki inn á svæði Englands
Foden og Greenwood biðjast afsökunar - Í tveggja vikna sóttkví?
Athugasemdir
banner
banner