Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
   lau 07. september 2024 11:13
Ívan Guðjón Baldursson
Van Dijk fær nýjan samning
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
BBC hefur tekið saman slúður dagsins en það er ekki úr sérlega miklu að taka þar sem sumarglugginn er nýbúinn að loka. Anthony Elanga, Memphis Depay og Virgil van Dijk koma þó fyrir í slúðurpakka dagsins.


Newcastle gæti reynt að krækja í Anthony Elanga, 22 ára kantmann Nottingham Forest, í janúar. (Football Insider)

Corinthians er að semja við hinn þrítuga Memphis Depay sem fer til félagsins á frjálsri sölu eftir að hafa leikið fyrir Barcelona og Atlético Madrid undanfarin ár. (Globo)

Liverpool ætlar að bjóða Virgil van Dijk nýjan samning þrátt fyrir að hann sé orðinn 33 ára gamall og eigi aðeins eitt ár eftir af núverandi samningi. (Football Insider)

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, er að fá nýjan aðstoðarþjálfara til sín á Spáni. Sá heitir Andy Mangan og starfar í dag sem aðstoðarþjálfari hjá Stockport County í ensku League One deildinni. (Athletic)

Barcelona ætlar að leggja mikið púður í að kaupa Nico Williams, 22 ára kantmann Athletic Bilbao, á næsta ári. (Sport)

Fenerbahce er búið að tryggja sér argentínska miðjumanninn Cristian Medina, 22, frá Boca Juniors í janúar. (Fabrizio Romano)

Manchester United vill skipta út miðjumönnunum Casemiro og Christian Eriksen, sem eru báðir 32 ára gamlir. (Givemesport)

Paul Onuachu, 30 ára framherji Southampton, hafnaði tækifæri til að skipta yfir til Göztepe í tyrkneska boltanum. (Sabah)

Clearlake Capital og Todd Boehly eru að berjast um eignarhaldið á Chelsea. Clearlake á rúmlega 61% hlut í félaginu sem stendur og vill bæta við sig. (Bloomberg)

Mateo Kovacic, 30, er að íhuga framtíð sína hjá Manchester City eftir að Ilkay Gündogan sneri aftur til félagsins. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner