banner
   mán 07. október 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Grótta hefur rætt við Halldór Árna
Halldór Árnason.
Halldór Árnason.
Mynd: Hulda Margrét
Grótta hefur rætt við Halldór Árnason um að taka við þjálfun liðsins samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Grótta hefur spjallað við Halldór en aðrir kostir eru einnig til skoðunar hjá félaginu.

433.is sagði frá því í gær að Grótta hefði rætt við Bjarna Guðjónsson, aðstoðarþjálfara KR, en hann verður líklega áfram í Vesturbænum.

Óskar Hrafn Þorvaldsson hætti sem þjálfari Gróttu á laugardag en hann skrifaði þá undir fjögurra ára samning hjá Breiðabliki.

Grótta komst í fyrsta skipti upp í Pepsi Max-deildina í haust en
liðið fór í fyrra upp úr 2. deildinni.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net ætlar Grótta að halda áfram á sömu braut og undanfarin tvö ár í Pepsi Max-deildinni en leikmannahópur liðsins hefur verið byggður upp á ungum leikmönnum.

Halldór hefur verið aðstoðarþjálfari undanfarin tvö ár við hlið Óskars hjá Gróttu.

Halldór var áður þjálfari í yngri flokkum Stjörnunnar en hann stýrði á sínum tíma meistaraflokki KV úr 2. deild upp í 1. deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner