Hollenska goðsögnin Johan Neeskens er látinn. Hann varð 73 ára en á sínum tíma var hann hluti af liðum Ajax og Hollands sem eru sögð hafa skapað "total football" á áttunda áratugnum.
Í tilkynningu frá hollenska fótboltasambandinu er sagt að goðsögn hafi fallið frá.
Neeskens lék 49 leiki fyrir Holland og var í liðinu sem endaði í öðru sæti á HM 1974 og 1978. Með Ajax vann hann þrjá Evrópubikara og tvo hollenska meistaratitla.
Hann var fimm tímabil hjá spænsku risunum í Barcelona og vann Konungsbikarinn og Evrópukeppni bikarhafa með félaginu.
Neeskens fór í þjálfun eftir ferilinn og var aðstoðarþjálfari hollenska landsliðsins 1995 - 2000.
We are deeply saddened to hear about the passing of Johan Neeskens. Our thoughts are with his family at this time ??
— AFC Ajax (@AFCAjax) October 7, 2024
Rest in peace, Ajax legend. pic.twitter.com/IXsuVCHDee
Athugasemdir