Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 07. október 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Johan Neeskens látinn
Mynd: Getty Images
Hollenska goðsögnin Johan Neeskens er látinn. Hann varð 73 ára en á sínum tíma var hann hluti af liðum Ajax og Hollands sem eru sögð hafa skapað "total football" á áttunda áratugnum.

Í tilkynningu frá hollenska fótboltasambandinu er sagt að goðsögn hafi fallið frá.

Neeskens lék 49 leiki fyrir Holland og var í liðinu sem endaði í öðru sæti á HM 1974 og 1978. Með Ajax vann hann þrjá Evrópubikara og tvo hollenska meistaratitla.

Hann var fimm tímabil hjá spænsku risunum í Barcelona og vann Konungsbikarinn og Evrópukeppni bikarhafa með félaginu.

Neeskens fór í þjálfun eftir ferilinn og var aðstoðarþjálfari hollenska landsliðsins 1995 - 2000.


Athugasemdir
banner
banner
banner