Adam Wharton, leikmaður Crystal Palace, er ekki stressaður yfir því að hafa ekki verið valinn í landsliðshóp Englands sem mætir Wales í æfingaleik og Lettlandi í undankeppni HM í komandi landsliðsverkefnum.
Wharton hefur verið að spila frábærlega með Crystal Palace sem tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu um helgina gegn Everton. Hann sagði frá samtali sem hann átti við Thomas Tuchel, landsliðsþjálfara Englands.
Wharton hefur verið að spila frábærlega með Crystal Palace sem tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu um helgina gegn Everton. Hann sagði frá samtali sem hann átti við Thomas Tuchel, landsliðsþjálfara Englands.
„Hann sendi mér bara skilaboð þar sem hann sagði að ég væri að spila vel, ég væri nálægt því og ég verðskuldaði að vera þarna en hann ætlar að halda sig við sama hópinn," sagði Wharton.
„Svona er fótboltinn, ég er ekki of upptekinn af því. Ég get tekið mér frí, hitt afa og ömmu og það er ekki heimsendir því það er annað landsliðsverkefni í næsta mánuði. Ég er bara að einbeita mér að Crystal Palace og að spila vel og vonandi fæ ég símtalið ef ég spila vel.“
Athugasemdir