Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
   fös 03. október 2025 10:30
Elvar Geir Magnússon
Tuchel: Ekkert vandamál milli mín og þeirra
Mynd: EPA
Jude Bellingham í Real Madrid, Phil Foden í Manchester City, Jack Grealish í Everton og Adam Wharton í Crystal Palace voru meðal leikmanna sem eru svekktir eftir landsliðsval Thomas Tuchel. Þeir voru ekki valdir í enska hópinn.

England mætir Wales í vináttulandsleik 9. október og heimsækir svo Lettland í undankeppni HM þann 14. október.

„Andinn í hópnum í síðasta glugga var í hæstu hæðum og ég vildi gera sem fæstar breytingar. Mér finnst þetta vera rétta ákvörðunin í þessari stöðu," segir Tuchel sem var hæstánægður með lið sitt í síðasta glugga.

„Bellingham á alltaf skilið að vera í landsliðinu en hann er ekki kominn í sinn besta takt hjá Real Madrid og bara byrjað einn leik eftir meiðsli. Ég átti símtal við hann og hann vildi vera í hópnum."

„Það eru engin vandamál milli mín og Bellingham, rétt eins og það eru engin vandamál milli mín og Jack Grealish og Phil Foden. Grealish er að nálgast bestu útgáfuna af sjálfum sér og Foden er aftur farinn að stýra leikjum og ráða úrslitum fyrir City. Það er engin kergja milli manna."
Athugasemdir
banner
banner