Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
   þri 07. október 2025 16:20
Kári Snorrason
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Eimskip
Andri Fannar á æfingu landsliðsins í morgun.
Andri Fannar á æfingu landsliðsins í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Andri Fannar Baldursson er í landsliðshóp Íslands sem mætir Úkraínu og Frakklandi í undankeppni HM. Andri á tíu landsleiki að baki en hann lék síðast með liðinu í vináttuleik gegn Hondúras í janúar í fyrra. Fótbolti.net ræddi við Andra á hóteli landsliðsins fyrr í dag. 


„Það er geggjuð tilfinning (að vera kominn aftur í landsliðið), ég er ógeðslega glaður og mér líður vel.“ 

„Auðvitað var ég líka að spila stórt hlutverk í U21 árs landsliðinu, var fyrirliði þar og það var skemmtilegt verkefni. En auðvitað er alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu og vera partur af því.“ 

Ánægjulegt símtal við Arnar Gunnlaugsson þegar hann lét þig vita að þú værir í hópnum?

„Klárlega, það var mjög góð tilfinning. Það er búið að ganga vel hjá mér í Tyrklandi og mér líður vel í líkamanum.“ 

Hvernig líst þér á komandi tvo leiki?

„Mjög vel, það er klárlega tækifæri að ná í góð úrslit hérna. Liðið er á góðu skriði og okkur líður vel. Það er mikið sjálfstraust í hópnum, þannig við stefnum á að ná í góð úrslit í báðum leikjunum.“

Það er uppselt á báða leikina.

„Það er geggjað að fá þjóðina aftur á bakvið landsliðið og styðja okkkur svona vel og mæta á völlinn. Það skiptir ótrúlega miklu máli, gefur okkur þetta auka sem við getum nýtt okkur til að eiga vinna þjóðir eins og Úkraínu og jafnvel Frakkland.“  


Athugasemdir
banner