Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
   þri 07. október 2025 16:20
Kári Snorrason
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Eimskip
Andri Fannar á æfingu landsliðsins í morgun.
Andri Fannar á æfingu landsliðsins í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Andri Fannar Baldursson er í landsliðshóp Íslands sem mætir Úkraínu og Frakklandi í undankeppni HM. Andri á tíu landsleiki að baki en hann lék síðast með liðinu í vináttuleik gegn Hondúras í janúar í fyrra. Fótbolti.net ræddi við Andra á hóteli landsliðsins fyrr í dag. 


„Það er geggjuð tilfinning (að vera kominn aftur í landsliðið), ég er ógeðslega glaður og mér líður vel.“ 

„Auðvitað var ég líka að spila stórt hlutverk í U21 árs landsliðinu, var fyrirliði þar og það var skemmtilegt verkefni. En auðvitað er alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu og vera partur af því.“ 

Ánægjulegt símtal við Arnar Gunnlaugsson þegar hann lét þig vita að þú værir í hópnum?

„Klárlega, það var mjög góð tilfinning. Það er búið að ganga vel hjá mér í Tyrklandi og mér líður vel í líkamanum.“ 

Hvernig líst þér á komandi tvo leiki?

„Mjög vel, það er klárlega tækifæri að ná í góð úrslit hérna. Liðið er á góðu skriði og okkur líður vel. Það er mikið sjálfstraust í hópnum, þannig við stefnum á að ná í góð úrslit í báðum leikjunum.“

Það er uppselt á báða leikina.

„Það er geggjað að fá þjóðina aftur á bakvið landsliðið og styðja okkkur svona vel og mæta á völlinn. Það skiptir ótrúlega miklu máli, gefur okkur þetta auka sem við getum nýtt okkur til að eiga vinna þjóðir eins og Úkraínu og jafnvel Frakkland.“  


Athugasemdir
banner